sunnudagur, nóvember 05, 2006

Hvað eyði ég miklum tíma í að taka til, eða hugsa um að fara að taka til, eða vera nýbúin að taka til eiginlega? Æi stundum finnst mér ég ekki gera nokkuð annað. Vont en það venst. Ég ætla amk. að neita mér um að láta einhvern annan taka til hjá mér. Ekki nema Hildigunnur rósamunnur bjóðist til þess. Hún er svo flink í að raða og skipuleggja. Annars er ég búin að vera dugleg að drusla til núna. Datt í hug að baka snúða handa börnunum og mér. Fannst ég verða að fá ömmuilm í húsið. Ákvað að sleppa brauðbindindinu í dag. E la vita oggi con me.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: