fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Jæja nú eru prófkjör í öllum flokkum. Mikið stuð hjá þeim. Ég er alltaf að verða lélegri og lélegri í pólitíkinni. Á erfiðara með að standa með einum flokk frekar en öðrum. Og eftir því sem ég þekki fleiri, finnst mér skipta minna máli hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þetta snýst einhvern veginn um önnur gæði. Þetta er kannski einsog með músíkina. Ég get ekki sagt hvort mér líkar betur klassík, eða jazz eða latino, eða popp. Þetta er meira spurning um að músísera. Mig langar að kjósa fólk úr öllum flokkum ekki flokkana á þing..

a presto

Giovanna

Engin ummæli: