fimmtudagur, desember 18, 2003

Ó yndislegu hálsar og hálsakot! hvernig hafiðiða? Jú, jú, ég er alltaf að syngja eða láta fólk syngja. Strákarnir litlu í drengjakórnum mínum komu tvisvar fram í gær, mér til mikillar ánægju og sungu líka svona fallega. Ég var satt best að segja ekki viss um ég hefði unnið vinnuna mína þarna á mánudaginn þegar þeir sungu. En það var sennilega vegna þess að þá voru konurnar þeirra að hlusta á þá og þeir ekki alveg til í það að vera alltaf að horfa á mig og brosa til mín .. skiljiði. Þannig að í staðinn horfðu þeir voða mikið á tærnar á sér og voru frekar svona alvarlegir. En það var nú þá og eftir sönginn í gær er ég alveg búin að fyrirgefa þeim. Svo bara heldur maður áfram að reyna að gera eitthvað fyrir jólin. Meira hvað maður er nú annars duglegur. Bakaði meirað segja Siggu Beinteins kökur um daginn og ég sem er ekkert rosalega hrifin af hennar söng. Það er sennilega Jói sæti Fel græjukall sem heillar mig meira. Og talandi um græjur. Bíllinn minn er alveg að gera mig gráhærða. Alltaf eitthvað nýtt. Hurðin, læsingin, kveikjan, jú neim it. Ég er meirað segja alvarlega að huxa um að fá mér mann núna til að redda dæminu, helst bifvélavirkja, næst smið sem hefur vit á vélum. Jæja, maður fer þá bara að æfa kórinn.

a presto
Giovanna Rossa

föstudagur, desember 12, 2003

Jæja hálsar og hálsakotin góðu! og jólasveinninn kom bara í nótt. Við vorum ekkert endilega að búast við honum en hann mætti með vasaljós handa Gumma. Hann hefði nú mátt vera búinn að setja batterí í ljósið en auðvitað mikið að gera hjá honum einsog öðrum. Ég fékk nokkrar Kammerkórsdömur til að baka með mér í gær og það gekk glimrandi. Þær eru svo skemmtilegar þessar stelpur. Annars lítið að frétta þannig helst það að ég er í verslunarmínus núna. Nenni ekki í búðir, finnst ég ekki þurfa neitt og allir eiga allt. Og ég stræka algjörlega á Ikea. Þetta er sennilega vægt jólaþunglyndi. Má ég heldur biðja um bakstur í eldhúsinu. Ætli maður baki ekki bara jólabrauð handa liðinu. Svo get ég þá reddað svuntum á restina.

bless í bili

a presto

Giovanna

miðvikudagur, desember 10, 2003

Halló allir góðir hálsar, ótrúlegt að það skuli vera kominn 10. des. Mamma mia. Og aðventutónleikum Léttsveitarinnar lokið með troðfullu húsi. Jezz. Við komumst að lokum á vængjum söngsins til Ítalíu. Gaman gaman. Nú verður maður að fara að baka held ég. Beta bað mig um uppskrift af franskri sveitakæfu. Og hér kemur hún eftir minni. Ég get aldrei alveg farið eftir uppskrift. Þannig held ég að maður finni nefnilega sitt eigin skrýtna bragð. Þvílík della en svona er ég samt. Kæfan er hér.

Kæfa ættuð frá Frans,

Lifur. Þetta var dilkalifur sem ég átti í frysti örugglega ein 800 gr.
Þá var ég með beikon bréf. og ca 400 gr af nautahakki.
tveir laukar og 3 hvítlauksrif
svo setti ég villijurtir einhverjar svona matskeið örugglega og missti konjak oní, sennilega dl.
2 egg og dl af hveiti
og salt

Ég hakkaði helminginn af lifrini og skar restina í smáa bita. Hrærði saman í skál svo þetta blandaðist vel. Hugsaði fallega til þeirra sem myndu borða þetta. Lét þetta liggja í ísskáp í klst. Þá bætti ég hveiti og eggjum samanvið og bakaði í klukkutíma. Hefð kannski mátt taka hana aðeins fyrr út. En svona var hún. Bar fram með brauði og salati og það var gaman að borða þetta ekki sakaði rauðvínið með.

Nammi namm. Svo er líka heimilisleg kæfulykt hjá manni á meðan.

a presto

Giovanna

mánudagur, desember 08, 2003

Góðir hálsar og hálsakot og hann rignir bara í dag. Sissi siss. Ég skil ekki hvað tíminn flýgur . Léttsveitin búin að selja alla miðana sína á morgun. Gaman gaman, gargandi snilld. Sennilega engin tími samt fyrir aukatónleika. Bara að vona að við fyllum á vortónleikana í staðinn. Svona á þetta að vera. Guðmundur spilaði á sínum fyrstu píanótónleikum í gær. Hann var sallarólegur og einbeittur á að líta. Og spilaði voða vel. Svo var líka viðtal við hann í Mogganum í Atvinnublaðinu. Hann trúði mér fyrir því að þetta hefði verið einn merkilegasti dagur lífs síns. Ég get ekki annað en verið sammála drengnum.

Og svo eru það blessaðir englarnir og börnin sem bíða í dag. Og ekki má gleyma Breiðabliksdömunum. Gaman gaman.

A presto
Giovanna Rossa

þriðjudagur, desember 02, 2003

Kæru hálsar og hálsakot, Komin með aðventukransinn og búin að setja piparkökuna sem Gummi skreytti útí glugga. Mér finnst allt í lagi þótt hann hafi aðeins bitið í hana. Ég var bara svangur sagði drengurinn, eftir að hann var sendur aleinn á jólaföndur fjölskyldunnar í Austó af því að mamman var að syngja á hundrað stöðum. O hvað maður er ómögulegur. Hvenær ætlar þú að fá þér venjulega vinnu mamma, segir Gummi stundum. Ég sé ekki fram á að það verði á næstunni, en hvað veit maður svosem. En fyrsti sunnudagur í aðventu var aðaldagurinn í Bústaðakirkju. Yndislegt kvöld og krakkarnir stóðu sig einsog hetjur. Og svo var æðislegt að koma til Auju og Togga í kakó og kanilvöfflur á eftir. Ég þarf að fá þá uppskrift að netið...

46 dagar þangað til ég fæ Rauðagerðið afhent!

a presto

Giovanna Rossa

föstudagur, nóvember 28, 2003

Og góðu hálsar, búin að hitta hinar laufléttu 4klass í morgunsárið. Þær voru hinar bröttustu. Við skelltum í okkur kaffibollunum og tókum svo lagið. Svolítið hás ég svona eldsnemma en er að skána. Svo segi ég bara til hammara með ammara Eygló mín elskuleg. Bestu óskir frá mér. Ótrúlegt hvað lífið líður áfram! Ég er í alvöru að fara í smá göngutúr. Svona rétt áður en ég fer á Bjöllukórsæfingu. Bara að anda að mér þessu dásamlega veðri. Gaman gaman.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Já hálsakotin mín, ég fór svo aldrei að ganga þarna í síðustu viku, ég fór bara og lagði mig. En það var nú þá. Nú er maður bara ansi brattur. Ekkert stress. Ég meina maður hefur nú lent í öðru eins. Aðventan að byrja á sunnudaginn. Aðalkvöldið í Bústaðakirkju.Krakkarnir alveg að vera búin að læra textana sína. Tónleikar hjá Léttsveitinni á fimmtudaginn með Önnu Pálínu sem mætti í gær á æfingu og var yndislega æðisleg. Smá söngur um helgina með 4Klass og gömlu Strautreið Hemúlanna. Sem var mjög frábær hljómsveit á árum áður. Hélt amk. eina tónleika í Félagstofnun Stúdenta. Þetta var upphaf Júpiters. Jaðarhljómsveit. Allt til að minnast Þorgeirs Kjartanssonar saxafónleikara sem er einn af þeim fjölmörgu vinum sem lést fyrir aldur fram. Je beibe beibe. Svona er nú lífið skrýtið. Maður fær sér bara nokkra bolla af góðu kaffi. Þá hefst þetta allt saman.

A presto

Giovanna

föstudagur, nóvember 21, 2003

Hildigunnur
Halló halló góðu hálsar og hálsakot ég er eitthvað svo óskaplega syfjuð í dag. Kannski af því ég vaknaði snemma í morgun og fór seint að sofa í gær.. Ha ha... Gaman að lifa og föstudagur og fasteignasalinn hringdi og kallaði mig elskuna sína hvað eftir annað og sagðist ætla að koma með áhugasaman skoðandi í dag. Já. Svo er nú það. En hvað það verður veit nú engin. En annars er það dálítið sem ég verð að játa. Ég er búin að trassa alveg óskaplega leikfimina í vetur. Ég byrjaði samt ágætlega. Amk. byrjaði ég. En svo fór ég að leita að húsi og kaupa og standi í alls kyns veseni. Redda láni og tala við einhverja matsmenn sem þurftu að endurmeta íbúðina og einhvern veginn lenti þetta allt á leikfimi tímanum og ég hætti smám saman og Lella var á Ítalíu svo það var einhver ótrúlega öðruvísi kennari og ég einhvern veginn datt út úr rútínunni og hvað gerist þá? Bakið verður ómögulegt og maður þyngist andlega og missir stjórn á matarlystinni og einhvern veginn allt úr skorðum. Er þetta ekki ótrúlegt. Ótrúlegt hvað maður þarf að hafa fyrir svona skemmtilegum hlut einsog að hreyfa sig. Sisisisi... en ég er að skrifa þessar játningar í von um að ég breyti nú um lífstíl. Það er voða vinsælt á Íslandi. Gera átak, breyta um lífstíl. Jezzzz. Nú verð ég að fara amk. 3 hringi í kringum Tjörnina á viku. Er það ekki það minnsta sem hægt er að gera. Taka sig á. Láta sig hafa það. Og það skrýtna er að manni líður betur eftir á. Einmitt þess vegna ætti þetta að vera auðvelt. Ókei ókei ókei. Ég skal hætta að skrifa. Nú dríf ég mig í gönguskóna út að ganga.

A presto

Giovanna Rossa

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja góðu hálsar í dag er mér ekki til setunnar boðið. Allt á milljón. Jólin jólin jólin koma brátt. Það eru jólalögin sem boða frið á jörðu sem eru á fullu núna hjá okkur léttsveitardömum og breiðabliksdömum og bústaðadömum og herrunum í drengjakórnum. Jólin alls staðar. Beibe beibe. Anda djúpt og rólega. Hlutirnir hafa tendens til að bjargast. Hvað segiði? Er ég komin í jólastress? Ekki langt í það. Það er þessi tími núna. Ég fór guði sé lof í góðan göngutúr í morgun bara svona til að hugleiða. Eða eiginlega ekki hugleiða. Hugsa um ekkert. Samt hugsar maður alltaf um eitthvað. Til dæmis hvað það er gaman að búa í hjarta borgarinnar. Hvernig það verður eiginlega að flytja úr hjartanu. Verður hjartað eftir eða tekur maður það með sér? Samt minntist ég þess í morgun amk. að mér hefur liðið vel alls staðar sem ég hef búið, nema kannski þarna í slömminu í Svíþjóð um árið. (En það var nú í afar skamman tíma.) Svo kannski tekur maður hjartað með sér. Það er að minnsta kosti mjög spennandi að sjá hvar hjartað verður eftir áramótin. En nú er að raða niður jólalögum á konsertana sem framundan eru. Dio mio. Che belle cose!

A presto tutti frutti
Giovanna Rossa

mánudagur, nóvember 17, 2003

Jæja góðu hálsar, þvílík vika þessi nýliðna. Æðislegt að sjá blómstrandi Hildigunni aftur. Hún er greinilega á góðu róli í Parísarborg. Ég vildi að við Gummi gætum skroppið til hennar í vor... Sjáum nú til með það. Svo sá ég Kiri Te á laugardagskvöldið sem heillaði mig alveg uppúr skónum. Hún var hreint dásamleg konan sú og afsannaði líka að konur gætu ekki sungið eftir 45 ára aldurinn. Jezz. Háskólabíó var fullt af karlmönnum sem var skemmtilega absúrd því yfirleitt eru tónleikagestir kvenmenn í meirihluta. Kannski höfðu bara konurnar ekki efni á þessum miðum. En ég sá ekki eftir einni krónu þetta kvöldið. Svo þegar ég kom heim var partí hjá Hildigunni og vinir hennar voru að kveðja Fjölnisveginn. Það var voða sætt. Á sunnudagsmorgun mættum við mæðgur hjá Ástu Arnardóttur í heilsubótarmorgunmat. Namminamm. Allt svo gott og Harpa systir mætt og mamman og amman sem var 92 ára sæt og yndisleg. Þarna var einnig föðurfólkið hennar Hildigunnar og Ólöf dansari og óskaplega skemmtileg stund sem við áttum. Síðan fórum við og heimsóttum Sólveigu frænku sem er á batavegi eftir erfiða aðgerð. Litla sæta frænka okkar. (18 ára blómadís) Það var önnur gæðastund. Þá var ekið til ömmu og afa á Háaleitisbrautinni og síðan þurfti ég að skreppa á tónleika. Minn yndislegi Bjöllukór kom fram með Verslunarskólakórnum og kór Háskólans í Reykjavík. Það voru þrælskemmtilegir tónleikar. Enduðum hér heima. Síðasta kveðjupartíið. Vinkonurnar mættu og kvöddu Hildigunni. Guðmundur lék einleik á saxófón við mikinn fögnuð og síðan kom Skúli og keyrði dömuna á völlinn í morgun. Guðmundur spurði mig í morgun þegar hann vaknaði hvort ég hefði fellt tár þegar Hildigunnur fór. Ég sagðist bara hafa borið mig vel og grátið inní mér. Hann sagðist líka hafa gert það. Svo nú er aftur tómt í kotinu og Hildigunnur flogin suður á bóginn enn á ný.

Til hammara með ammara Hafsteinn frændi minn

a presto

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Góðan daginn góðir hálsar... ég er með öndina í hálsinum, nei bara svolítið þurr og þyrfti að fá eitthvað mýkjandi. Annars allt gott. Hildigunnur er komin til landsins í eina viku. Það er miklu líflegra á heimilinu. Annars vorum við Gummi sammála um að það væri svosem ekki beint leiðinlegt ( við getum sko skemmt okkur án hennar) , en það er að sjálfsögðu miklu miklu tómlegra. Skiljiði. Hildigunnur er auðvitað svolítið breytt eftir Parísardvölina. Einhvern veginn talar hún öðruvísi, komin með franskan hreim og nýja hárgreiðslu. Nei, nei, hún sagði bara merci á fyrsta degi, þegar ég bauð henni uppá morgunmat... Annars allt bara fínt Ég er voða mikið að skoða Bo bedre og láta mig dreyma um nýja húsið og nýjar eldhúsinnréttingar svo ætlum við Hildigunnur að skoða Rauðagerðið áður en hún fer út aftur.

a presto

Giovanna

föstudagur, nóvember 07, 2003

Góðan daginn góðu hálsar og hvar eru hálsakotin?
Nú ætti maður bara að liggja undir sæng og lesa góða bók. Þvílíkt veður. Ég þurfi að sækja Gumma heim til mömmu og pabba í morgun því drengurinn fékk að gista hjá þeim. Ég vaknaði óvenjusnemma og náði meirað segja að setja í mig linsurnar áður en ég steig í kaggann minn og ók af stað. Og það sem gerist í myrkrirnu og óveðrinu. Mamma mia! Var ég ekki næstum búin að keyra niður miðaldra mann. Hugsið ykkur fyrirsögnina. Miðaldra söngkona keyrir niður miðaldra mann í morgunsárið. Hann barði í bílinn og ég hrökk í kút og tók þá loksins eftir honum. Af hverju ganga miðaldra menn í svörtum fötum og með svarta húfu og vettlinga og verða svo reiðir þegar maður tekur ekki eftir þeim. Nei ég segi svona. Ég er bara ennþá í sjokki. En ég slapp fyrir hornið í þetta sinn. Og nú tekur við enn einn hraðdagurinn. Allt á að gerast. Klára að æfa börnin í kórnum fyrir messurnar þrjár á sunnudaginn. Segi og skrifa þrjár. Gleymdi að ná í græjurnar fyrir morgundaginn en reyni að muna það á eftir. Tala við fasteignasalann og athuga hvort ekki sé eitthvað að gerast. Ég sem er með flottustu íbúðina í Þingholtunum er ekki búin að selja. Fólk veit ekki hverju það er að missa af. Og svona. Svo þarf ég bara að læra einn texta. Bara einn. Annars ekkert. Jú. Hildigunnur kemur á mánudaginn. Jibbíkóla..

a presto
Giovanna

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Jæja góðu hálsar og hálsakot, ég er alls ekki að standa mig í þessu bloggi. Alls ekki. Hitti Hildigunni Rúnars í afmælinu hennar Þorgerðar í gær. Hún sagðist lesa bloggið mitt, svo ég verð að fara að skrifa reglulega. Það eru sumsé einhverjir útí bæ að lesa bloggið. Mamma mia! Við hverju átti maður annars að búast. En altsaa afmælið hennar Þorgerðar var snilldin tær, gargandi snilld út í gegn. Haldið í tónlistarhúsinu Ými. Þegar við komum að húsinu var gagnstéttin rósum prýdd og löng biðröð til að heilsa uppá Þorgerði. Þarna hitti maður gamla kórfélaga og félaga Hildigunnar minnar og svo ótrúlega marga sem maður þekkir. Foreldra Siggu vinkonu Hildigunnar og fleiri og fleiri. Sungið útí eitt, gömul og ný lög. Og rosalegt kikk að fá að syngja með þessum ungu röddum og fíla sig einsog eina af þeim... Ég er dáist að því hvað sjá hversu lengi hún Þorgerður er búin að vera í djobbinu sínu og alltaf í toppstandi. Hvernig er þetta hægt? Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá mínar elskulegu Söndru, Áslaugu og Dagnýju vera orðnar kórstelpurnar hennar Þorgerðar. Allt í einu fannst mér mitt litla Bústaðabarnakórastarf hafa fengið nýja framhaldsvídd. Hápunktur kvöldsins var að syngja Vér lyftum hug í hæðir, textann hans Böðvars Guðmundssonar. Kveiktum á kertum og grétum svolítið. O.. gaman í kór á Íslandi.

a prestissimoGiovanna

fimmtudagur, október 30, 2003

Góðu hálsar og hálsakot, það er allt við þetta sama hérna. Það gerist svosem ekki svo mikið svona frá degi til dags.Búin reyndar að vera að skrifa undir samning á Rauðagerði og svo erum við að setja Diabolus diskinn á sölu. Það má þá bara hafa samband við mig eða einhvern úr hljómsveitinni. Reddaði mér miða á Kiri Te um daginn eða Kiwi Te Kannáða einsog hún var kölluð um árið. Hlakka til að heyra hvernig röddin hennar hefur þróast. Ég stúderaði um tíma hjá sama kennara og hún var hjá. Það var á Lundúnaárið mitt þarna 87-88. Sú kona hét Vera Rozsa eða ég man ekki lengur hvernig eftirnafnið var skrifað en ég man að tíminn var alveg rosalega dýr hjá henni. Ein vinkona mín sem var líka hjá henni var alltaf svo stressuð þegar hún var í tímum að einhverju sinni þegar að Vera kom aðeins við hana. Hún var sjálfsagt að kanna stuðninginn, þá datt þessi vinkona ( sem var reyndar frá Kanada) mín undir flygilinn. Henni varð svo mikið um að hún fór aldrei aftur í tíma til hennar. Sorgarsaga.


a presto
Giovanna

mánudagur, október 27, 2003

Góðan daginn góðu hálsar og hálsakot. Hér er allt við þetta sama takk fyrir. Maður er gjörsamlega endurnærður eftir helgina. Fór í matarboð með starfsfólki Bústaðakirkju á föstudagskvöldið. Og svona líka góður matur. Nammi namm. Og allir svo glaðir og góðir. Á laugardaginn var Drengjakórinn með Oddfellow partí og lítill hluti Léttsveitarinnar skemmti þar ásamt fleirum. Það var nú meiri góði gírinn á öllum þetta kvöldið. Hápunktur helgarinnar var svo hollenski píanóleikarinn og snillingurinn Gerrit Schaoul nei þetta örugglega vitlaust skrifað, hann er bara með svo erfitt eftirnafn en það má guð vita að drengurinn spilar einsog engill. Ég varð sumsé alvarlega ástfanginn af honum þarna í gær. Svo vorum við Gummi eitthvað að baxa á sunnudagskvöldið. Hann missti eina tönn þessi elska og setti hana undir koddann til vonar og vara þótt hann segðist vera löngu hættur að trúa á tannálfinn. Svona er lífið inná milli. Dans á rósum.

A presto

Giovanna

föstudagur, október 24, 2003

Hæ allir góðir hálsar og mjúku hálsakot, rosa streita búin að vera síðustu viku eitthvað. Varla búin að ná mér. Kannski voru það þessar vel heppnuðu æfingabúðir um helgina sem fóru alveg með mig, nú eða þessir velheppnuðu tónleikar á mánudaginn með fallegu kúbugæjunum í frontinum. Mikið voru þeir góðir og sætir... ummm. Sérstaklega þessi trompetleikari!! En snúum okkur að alvöru lífsins. Ég er sumsé búin að pússa speglana og bíð eftir næstu manneskju til að skoða Fjölnisveginn. Er det ikke spændende?

a presto

Giovanna Rossa

fimmtudagur, október 23, 2003

Jæja góðu hálsar og hálsakot, nýjustu fréttir. Nú hringir síminn stanslaust og allir eru að spyrjast fyrir um Fjölnisveginn. Já ég er að fara að selja fallegustu íbúðina í bænum því ég er búin að kaupa hús uppí sveit, nánar tiltekið í Rauðagerði. Ég verð sumsé Giovanna Rossa þótt ég hafi ekki náð í hann Leonardo Rossi þarna um árið á Ítalíu. Svona er lífið. Dans á rósum inná milli. Jæja en nú eru það jólalögin leikin og sungin og ég verð hreinlega að finna skemmtileg jólalög fyrir alla kórana mína. Ég legg ekki meira á ykkur

a presto

Giovanna Rossa

miðvikudagur, október 08, 2003

Jæja góðir hálsar og stórfréttirnar eru þessar. Ég bauð í heilt hús í borginni í gær. Já í heilt þriggja hæða 190 fermetra hús. Og ég er svo spennt að ég get ekki á mér heilli tekið. Ég fæ að vita í kvöld kl. 6 hvort tilboðinu verður tekið. Mér finnst ég vera ótrúlega djörf að bjóða í hús sem er ekki á svæði 101. Ég er sumsé að hugsa um að pakka og flytja í annað hverfi langt í burtu. Langt langt langt í burtu. Alla leið uppí Bústaðahverfi. En spyrjum að leikslokum og sjáum nú hvernig tilboðinu verður svarað. Ég get svarið það....

a presto

Giovanna

föstudagur, október 03, 2003

Já góðir hálsar allt á fullu. Til dæmis alltaf í leikfimi. Næstum þvi, amk. annan hvern dag...Var að frétta hvernig maður ætti að fara að spara. Signý sagði að Albert segði að ... maður ætti bara að fara yfir reikningana sína. Hætta öllum óþarfa áskriftum. Td. Stöð 2, Gestgjafanaum, Vikunni, Mannlífi,Mogganum, Dv og öllu því. Síðan ætti maður að hætta í leikfimitímum og fara að bera út blöðin og fá borgað fyrir það og síðast en ekki síst versla í Bónus. Jibbíkóla. Og svona.
Annars eru stórfréttir í nánd en bíðum hæg...

a presto

Giovanna

mánudagur, september 29, 2003

Halló góðir hálsar, sit á skrifstofu minni og Ellenar, en hún gengur undir nafninu Ellen í kirkjunni á mínu heimili. Ég er að reyna skipuleggja framtíðina. Er það ekki skemmtilegt. Gleymi samt ekki deginum í dag, sem er reyndar búinn að vera eitt kaos. Hlaupandi á milli staða, gleymandi hvað ég ætti að vera að gera. Bjargaði lífi mínu að fara í leikfimi í hádeginu og pantaði svo andlitsbað sem ég hafði fengið í afmælisgjöf í apríl sl. Fer á morgun og læt dekra við mig. Og hvað er maður svo að kvarta. Hitti litlu englana mína á eftir og bórnene. Fundur hjá léttunum í kvöld heima hjá mér. Bara gaman.
A presto
Giovanna

laugardagur, september 27, 2003

Góðir hálsar og hálsakot Tók að mér munaðarlausa drengi í kór í morgun. Voða sætir þessar elskur. Get ekki beðið að byrja með þá. Mæli með þessari uppskrift á ódýrar
svínkjetssneiðar.
Sneiðarnar kryddaðar með salti og pipar og einhverju paprikukyns eða köd og grill..
laukur og paprika steikt í ólvíuolíunni
dijon sinnep lagt yfir þunnt lag
capers slatti... kannski 2 tsk

steikt og settur yfir rjómi og soja sósa og kannski rifsberjasafi ef maður á eða sultan bara.

Nammi namm

a presto
Giovanna

föstudagur, september 26, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það var gargandi snilld á sinfó í gærkveldi. Hreint dásamlegt að hlusta á Víking spila píanókonsertana þeirra Jóns Nordal og Prokofíev. Gæsahúðin hríslaðist eftir bakinu. Og þessi fyndni stjórnandi Otari Elts átti frábæra takta. Og svo var bara svo gaman að hlusta á spilamennskuna í hljómsveitinni. Algjört æði. Nema hvað við Svanhildur kvöddum Jónu Dóru á Vínbarnum á eftir og sátum drykklanga stund þar. Morgundagurinn fór svo í að hringja í stelpurnar í parís og redda gasmálunum þeirra. Vonandi verður þetta komið í lag um helgina. En mér líst ekkert á bera gæjann þarna í íbúðinni á móti. Ég er að hugsa um að fara til Parísar og líta nánar á þetta.

Fer á kirkjutónlistarráðstefnu í dag
Legg ekki meira á ykkur

a presto
Giovanna

fimmtudagur, september 25, 2003

Góðir hálsar og hálsakot ég man ekkert stundinni lengur. Kannski eru þetta fyrstu merki miðaldrakrísunnar. Kannski. Ég ætlaði að gera svo mikið í morgun, en nú sit ég á fasteignavefum borgarinnar og kíki í heimsókn á netinu. Ofsa gaman. Svo fer ég blogghringinn og þarf ekki að hringja. Enn betra. Síðan fæ ég mér kaffi og man ekki meir. Sennilega fer ég í vinnu, ef ég man á eftir.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, september 23, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það fer að snjóa sagði einhver í morgun. Skrapp í morgungöngu til að hressa sál og líkama. Var alveg að niðurlotum komin eftir þá göngu. 'O að ég væri orðin ný.. nei ég segi svona. Smám saman fyllist maður nýrri orku, er það ekki ... hún lætur eitthvað standa á sér þessa dagana. Fréttir af Parísardömum eru góðar. Þær eru smám saman að læra á skápinn nýja. Gasið er svolítið flókið finnst þeim, en íbúðin (þe. skápurinn) alveg draumur. Rosalega fallegur gluggi. O hvað maður vildi vera komin til þeirra þótt ekki væri nema í morgunkaffi. Hildigunnur bað mig um uppskriftina mína af Húmus. Það gladdi móðurhjartað. Hér kemur hún

Húmus a la Goggi Hadjenikos
Pakki af linsubaunum lagður í bleyti ef tími er til annars bara soðinn svolítið lengur þe, góðan klukkutíma
tahini. Amk. 4 matskeiðar vel fullar
hvítlauksrifin ef þau eru vel stór þá kannski 8
ólífuolía 4 msk.
sítrónusafi úr einni vænni
salt

a presto
Giovanna
skárri

mánudagur, september 22, 2003

Og góðir hálsar, nú er nóg komið af nostalgíu. Ég lýsi því her með yfir að: a) mig langar í nýtt hús með garði og þvottahús á sömu hæð. b) nýjan kærasta. Það var yfirþyrmandi stemning um helgina þegar Diabolus fagnaði útkomu disksins gamla, sem var þó ekki kominn út (kemur á fimmtudaginn) og húsið fylltist af gömlum vinum og ekki síst gömlum kærustum. c) Mig langar í nýjan maga, ný brjóst og ekki síst nýtt líf.


a presto

Giovanna í mánudagskrísu

mánudagur, september 15, 2003

Og aldeilis ekki góðir hálsar í dag, góðir hálsar. 'O nei. Guðmundur Þórir er komin með hálsbólgu. Ég hélt bara að drengurinn væri að reyna að losa sig undan saxófóntímanum, en Nei. Ég kíkti í hálsinn og hann var eldrauður. Enginn saxófóntími. Ó nei. . Jæja en. Fyrsti í kveðjukaffi var í gær. Þá komu Bekka og Eyjó, Inga og Mummi, Þórir og Solla, afi og amma og Jóa og Guðni og Nikulás, sem var ekki hás. Parísardaman kveður Ísland. Og 'Ísland kveðjur Parísardömuna. Ég spái annarsamri viku. Kaffiuppáhellingur á hverjum degi. Það vill svo vel til að hér eru allir skápar fullir af úrvalskaffi sem Parísardaman ætlaði að selja fyrir kórinn sinn. Þessi sölumennska hefur alltaf komið sér vel á þessu heimili. Hér er klósettpappír sem dugar fram yfir jólin. Skæri í hverri skúffu. Og að ógleymdum tonnum af þvottalegi fyrir klósett, rúður, bekki og borð. Maður er heppin að þurfa ekki að kaupa svona hluti í bónus. Nema hvað. Ég spái að fólk eigi eftir að líta inn hér á Fjölnisveginn og kveðja litla farfuglinn. Það er svo spennandi að fara til Parísar. Get ekki beðið eftir að komast í fyrstu helgarferðina.

a presto

Giovanna

sunnudagur, september 14, 2003

Góðir hálsar góðan daginn. Og landið rís svona smám saman. Lenti í klemmu í gærkveldi. Dagurinn hafði liðið friðsamlega, einsog venjulega. Ég svona ennþá að jafna mig eftir flensuna. Hitti Gottu og Pál Torfa fyrir hádegi. Við vorum að undirbúa næstu helgi, en þá mun gömul plata Draumur á Jónsmessunótt með Diabolus In Musica verða endurútgefin. Ekki laust við að maður sé búin að vera á nostalgiuflippi síðustu daga. Annars sagði Hildigunnur að ég væri búin að vera á þessu flippi síðustu fjögur árin á meðan hún hefur verið í MH. Skrapp svo aðeins til Kötlu og Harðar seinni partinn, sem voru að flytja í þetta líka dásamlega raðhús á Túngötunni. Ég var svo óheppin (not) að koma ákkúrat þegar var búið að tæma alla bílana, en mér leið samt einsog ég hefði hjálpað þeim hjónum að flytja og skemmti mér með heilum blönduðum kór flutningamanna í tvo tíma eða svo. Nema hvað. Klemman sem ég byrjaði að tala um. Í gærkveldi eftir kvöldmatinn, þegar ég var búin að keyra Hildigunni í kveðjupartí kvöldsins (en það eru 6 dagar þangað til Parísardaman hverfur af landi brott), þá segir Guðmundur Þórir. " Mamma ég var aldrei búin að segjast ætla að læra á saxafón". En þennan sama morgun fór ég í Tónastöðina og keypti saxófónblöð og fyrstu bókina hans og alla síðustu viku erum við búin að vera að ræða fyrirhugað nám hans og svona. Ég reyndi nú bara að vera róleg og svaraði "Nú." Og svona hélt þetta áfram þangað til hann var orðinn frekar æstur. Í suttu máli endaði þetta þannig að ég þurfti að múta drengnum, því ekki ætla ég að gefast upp alveg strax. Ég þoli nefnilega ekki þegar að uppalendur segja alltaf strax. Jæja elskan,þú ræður. Ég held maður eigi að reyna að hafa smá vit fyrir börnunum. Og svo hækkaði ég vikupeninginn uppí 300 krónur og lofaði að kaupa nýja pakka af Júgeospilum eftir mánuð. Ég er svosem ekki viss um að þetta sé gott en má til að rifja það upp núna að þegar maður les ævisögur frægra tónlistarmanna að þeir (og þær) eiga flestar mæður sem hafa haldið þeim á brautinni frá barnsaldri. Hinn frægi Tortillier sellóleikari æfði sig aldrei nema að mamma hans segði. "Farðu nú að æfa þig, eða ertu búin að æfa þig?" Hún prófaði eina viku þegar hann var á unglingsaldri að sleppa þessum spurningum og hvað gerðist. Hann æfði sig ekki þá viku. Semsagt. Guðmundur fer í sinn fyrsta saxófón tíma á morgun.


a presto

Giovanna

fimmtudagur, september 11, 2003

Jæja, góðir hálsar þá er ég vöknuð og nefstíflan senn að bresta. Búin að versla í Bónus, og get tekið undir með Bekku að ég er ein af þeim sem held Bónusfeðgunum uppi. Ein af þeim sem sé þeim fyrir fæði og klæði og finnst þeir mættu að minnsta kosti fara að heilsa mér eða þakka mér fyrir eftir að ég versla hjá þeim amk. vikulega ef ekki þrisvar í viku. En nóg um það. Þetta er búin að vera rúmliggjandi vika. Sjónvarpsgláp og Sagan af Pí sem er frábær. Ekki spillir að Yann Martel höfundurinn er bæði sætur og sjarmerandi og það gefur sögunni pottþétt gildi. Horfði í gær á Six feet under sem er einn af uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum. Mæli með þeim. Annars er ég bara að fara að skella í pizzubotna fyrir kvöldið, áður en ég skrepp á kóræfingar dagsins. Hlakka til að hitta stelpurnar.
Viljiði brauðuppskriftina mína. Hún er frábær þó ég segi sjálf frá

Hálfur líter af volgu vatni
50 gr þurrger
set þetta í hrærivélina sem byrjar að hnoða
salt og slatti af ólifuolíu
Góður hnefi af haframjeli
slatti af hörfræjum og sólblóma og svona eitthvað sem er til
og svo hveiti þangað til deigið er einsog mjúkjur barnsrass
stundum set ég smá oregano ef ég er að búa til pizzu.


a presto

Giovanna

miðvikudagur, september 10, 2003

og hvað haldiði nú góðir hálsar! Hún Hildigunnur þessi elska er komin heim frá Manilla. Kom í gærdag. Alsæl eftir þessa ævintýralegu ferð. Hún var gjörsamlega búin áðí stelpan, lagði sig í gærkveldi klukkan sex og svaf til 10 í morgun. Og nú er hún farin á sitt kaffihús. Einsog ekkert hefði í skorist. Lífið breytist stundum aldrei. Fyrsta Léttsveitaræfingin var í gær. Fyrsta stúlknakórsæfingin líka með fullt af sætum, nýum stelpum og eitthvað var fámennt í Kammerkórnum mínum. Einsog stelpurnar séu ekki alveg tilbúnar að koma úr fríi. Ég pæli í skemmtiefni fyrir veturinn og hausinn er, þrátt fyrir kvefið fullur af hugmyndum. Haustið er alltaf jafn skemmtilegur tími. Það er eitthvað svo rómó á þessum tíma ársins. Eina sem vantar er smá rómans! Missti annars af partíi ársins. Loksins þegar mér var boðið í vinkonur Alberts þá er ég bara veik og treysti mér ekki í partíið. Enda gjörsamlega búin áðí eftir að a) taka á móti Hildigunni b) elda veislumat b) hefja vetrarstarfið í Bústaðakirkju c) hefja vetrarstarfið hjá Léttsveitinni. Nei annars þetta var bara kvefið held ég. Það fór alveg með mig. Reyni að liggja heima og gera sem minnst. Taka vel á móti Flensu frænku. Mikið var hún frábær annars hún Anna Pálína í sjónvarpinu um daginn. Húrra fyrir henni! Skrapp aðeins með Gumma í píanótíma í dag. Best að æfa lögin hans sjálf og athuga hvort verði ekki einhver framför á eigin píanóleik.

a presto

Giovanna

mánudagur, september 08, 2003

Góðir hálsar! Nú er minn háls slæmur. Kem ekki upp orði í dag. Mæli með þessari:
Kjötsúpa
lambasneiðar
laukur
hvítlaukur
engifer
kanill
múskat
oregano
villijurtir
salt
pipar
og grænmetið var
gulrætur
tómatar
sveppir
paprika.

Og þetta var æðislegt. Gummi kláraði allt. Ég er sumsé slöpp og með hita, en það er alltílagi. Ég held ég meiki daginn á morgun.
Átti frábæra helgi fyrir vestan með stórfjölskyldunni. Enduðum í Láxárdalnum með sól í heiði. Hugsaði til ömmu á árum áður þegar hún var í moldarkofanum með afa og börnunum sex. Það var eitthvað svo frábært að koma með gamla manninum og múttu og bræðrunum og eiga eina rólega helgi þarna. Gistum svo í Haukadalnum í Stóra-Vatnshorni. Slógum upp veislu og borðin svignuðu af kræsingum. Che bella vita!

meira seinna

a presto
Giovanna


miðvikudagur, september 03, 2003

Komiði sæl og maður bara sestur við tölvuna svona eldsnemma á miðvikudagsmorgni. Þvílíkt líf. Þessi yndislega talva sem hefur nú gengið í gegnum súrt og sætt á síðustu vikum er gjörsamlega farin að stjórna lífi mínu. Tékka á pósti. Tékka á Bekku, Steinari, Ragnheiði, og öllum sem eru inní tölvunni. Tékka á hvort Bragi Bergþórs er búinn að blogga frá Manilla. Og til hvers er maður að kaupa Moggann og Dvið og Stöð2. Nei, ég segi svona. Það er svo áríðandi að fylgjast með, sérstaklega þegar maður nennir helst ekki að drífa sig út eftir kvöldmat, nema sé kóræfing eða fundur. Já maður er kannski bara svona eftir sig eftir sumarfríið. Þarf aðeins að safna kröftum á kvöldin svo maður geti sest endurnærður fyrir framan tölvuna á morgnana..

góðar stundir
a presto
Giovanna

þriðjudagur, september 02, 2003

Halló elskurnar, guð hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Ég ætlaði bara aldrei að komast inná síðuna mína. En nú er að blogga eða ekki. Drífa sig áfram. ÉG er sumsé komin úr löngu og yyyyyynndislegu fríi. Skrapp síðast í orlofsferð til Rimini....Og ég elska þennan árstíma. Haustið. Allt að byrja aftur. Einsog áramót. Allir ætla að gera eitthvað rosalegt. Nema ég. Ég ætla bara að tjilla fram í október. Byrja rólega. Vera jákvæð. Senda góða strauma. Ekki að forsera eitt né neitt. Er þetta ekki yndileg haustheit. Eitt svolítið erfitt sem ég verð að tjá mig um. Hildigunnur sem er að meikaða í Manilla núna, er á leiðinni til Parísar og við Gummi erum strax farin að sakna hennar. Jafnvel þótt hún hafi sjaldan verið heima á kvöldin og um helgar þá er ótrúlega tómlegt allt þegar hún er farin. Engin að setja sérkennilegar plötur, eða segja manni frá síðasta gjeggjaða partí eða eitthvað. Ég held ég verði að reyna að koma mér í poppgírinn og drífa mig á Kormák og Skjöld og fara að fylgjast sjálf með núna. En ég er sumsé byrjuð aftur að blogga.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Æi góðir hálsar haldiði að ég hafi ekki farið í fýluferð út á Laugarnestanga. Var búin að drífa Signýju með mér á sumartónleikana á Sigurjónssafni. Og svo er bara uppselt, beint fyrir framan mig. Ég sem ætlaði að hlusta á Kristjönu syngja melódíurnar hans Tomma. En hitti þarna Björk og hennar sæta systrahóp ásamt mömmu þeirra og svo var Þóra Fríða Signýjarsystir líka mætt. Kjaftaði á okkur hver tuska, þangað til ég gafst upp. Aðeins of illa klædd til að standa lengur en hálftíma fyrir framan safnið. Svo fór það. Annars var þessi dagur ljómandi. Fékk hana Öllu í mat. Hún er að fara að meikaða með Sigurrós í Noregi á morgun. Ég bauð Öllu uppá þennan líka fína kjúlla. Deili honum með ykkur

Sítrónu og límónu steiktur kjúlli.

Kjúklingabringur
sítróna og límóna
2 dl sesam og hörfræ og öll heimsins fræ sem maður á
ólívuolía.

Fyrst steikir maður kjúllabringurnar og tekur af pönnunni.
Steikir þá sneidda límónu og sítrónu.
Bætir heimsins fræum útí og bringunum og lætur dulla á lágum hita
þar til kjúllinn er steiktur í gegn.

svo bara grænt salat með og grænar strengjabaunir.

góður hádegisverður.

Skrapp í heimsókn á Vesturgötuna og sat í sólbaði með Möggu Pálma og drakk einmitt kaffi og límónulíkjör með. Bryndís Petra mætti og sagði okkur helsta slúður bæjarins... say no more.. Skrapp í outletið á Fiskislóðinni og hitti aðra Möggu og keypti skó á drenginn. Þetta var skreppudagurinn mikli.

En nú er ég að fara reyna að læra á mini-disk upptökutækið því ég er að fara að semja áhrifahljóð í ítalska bíómynd. Og nú legg ég ekki meira á ykkur!

a presto

Giovanna

mánudagur, júlí 21, 2003

Halló halló, ég er mætt að nýju, góðir hálsar Snillingurinn hún Þórdís frænka hennar Hildigunnar kom í heimsókn og setti íslenska letrið í gang. Og ef að dagurinn í dag er ekki rétti dagurinn til að blogga hvar er hann þá. Ég ætla svosem ekki að rekja allt sem á daga mína hefur drifið, en það í býsna margt. Ég fer í skammtímaminnið og man þá að ég skrapp í Svínadalinn um helgina og naut gestrisni vina minna Gottu og Gæa. Þar lá maður í púrtvínspotti og borðaði lunda svo fátt eitt sé nefnt. Það var í einu orði sagt dásamlegt að slaka á þarna. Sólin skein endalaust að manni fannst. Guðmundur Þórir naut þess að sulla í vatninu, veiða fisk og síli og verða blautur og kaldur og koma svo í heita pottinn á eftir. Kom svo heim til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið og náði í Hildigunni sem var að selja kökur fyrir Hamrahlíðarkórinn en hún er að safna fyrir Filippseyjaferð. Það var antiklímax að mæta þar en við fengum okkur kvöldmat í Smáralindinni. Og reyndar fékk ég þennan fína þorsk. Nema hvað. Í dag hef ég setið heima og sorterað gamlar og nýjar nótur, sem er vinnan endalausa. Aðeins að laga og bæta og breyta. En vitiði hvað. Guðmundur er kominn heim og nú er mér ekki til setunnar boðið lengur.

a presto

Giovanna

laugardagur, júlí 05, 2003

Hæ góðir hálsar... það er eitthvað svo þreytandi að blogga og vera ekki með íslenska stafssetningu. Hver kann eiginlega á þetta?

a presto
Giovanna

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Hó hó góðir hálsar Og hér kemur ein gómsæt uppskrift frá Ísafirði. Ég var að koma þaðan þreytt eftir langa og stranga keyrslu. Það var snilldin tær í Tjöruhúsinu þegar ég tróð upp með hljómsveit Villa Valdez, ásamt þeim snillingum Paulo Toro del Sol og Tomaso Romero del Islanda.

Smokkfiskur úr Kúabúi
tilvalinn forréttur eða bara vorréttur

Smokkfiskurinn (tæplega einn á mann)
hreinsaður og skorinn í ca 2 cm bita.

olía
smjör
4 msk kapers
4 hvítlauksrif.

sósan soðin saman.

Jómfrúrolíu slett vingjarnlega á fiskinn og hann saltaður og pipraður
Síðan grillaður í hálfa mínútu á hvorri hlið ellegar þar til hann verður fallega bleikur.

Voða gott að bera fram með þessu klettasalat (rucola) og t.d. tómata.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Jæja góðir hálsar alltaf nóg að gera og maður einsog þeytispjald þessa dagana. Er á leiðinni vestur á Ísafjörð. Fer í kvöld og kem eftir saltfiskveisluna. Bið að heilsa heima rómi blíðum.

kveðja
a presto
Giovanna

föstudagur, júní 20, 2003

Sorrí góðir hálsar hvað ég er löt að skrifa. Hlýtur að vera sumarið. Hér kemur ein rosa góð
Rabarbarasulta með límónu. Namm
1og hálft kíló rabarbari
sama magn sykur
1 límóna vel stungin með negulnöglum
1kanelstöng
góður biti af engifer

Rabarbarinn skorinn og settur í sykurlög svona sirka deginum áður en sultan er soðin.
Soðið við vægan hita í góðan klukkutíma og engifer skorinn niður og bætt útí. Límonan skorin í litla báta og bætt útí. Og ekki gleyma kanelstöng. Svo er ágætt að bæta rúsínum við. Slatta.
A presto
Giovanna

laugardagur, júní 14, 2003

Góðan dag góðir hálsar þá er maður bara komin heim í heiðardalinn. Og alltaf jafn fegin þegar ég lendi. Samt er ég alls ekki lent. Yndislegir dagar í Köben, Malmö og Lundi. Vorum á frábæru og ódýru farfuglaheimili í Bellahój. Þetta er í fyrsta sinn sem ég gisti á slíkum stað og verður að segjast að það var ideal ekki síst fyrir krakkana. Maður var miklu afslappaðri fyrir vikið. Fyrir utan garður og lítið vatn. Engin umferð. Og allt svo hræódýrt. Aðeins 120 kall danskar fyrir fjórar nætur og dýrðarinnar morgunmat. IIII alsaa! Ekki spillti það fyrir gleði stúlknanna þegar síðasta kveldið eftir tónleika hafði heimilið fyllst af ungum dönskum drengjum og ítölskum. Brjáluð stemning það kveldið. Reynt var að fara út um glugga um nóttina en mistókst. Hápunktur ferðarinnar var söngur í Allhelgonakyrkan í Lundi. Falleg kirkja og yndislegur hljómur. Stelpurnar stóðu sig með stakri prýði og þrátt fyrir erfiða daga og ekki síst langan dag, sungu þær einsog englar þessar elskur. Svo var farið heim á miðvikudegi, sumir grétu og komið með síðustu vélinni. Og hvað haldiði að ég hafi keypt í flugvélinni á leiðinni heim? Hlaupamæli. Svolítið langt gengið ekki satt! Stilli inn skreflengd og þyngd og klukku og fer svo að ganga og veit hversu mörg skref ég hef gengið. Hversu mörgum kalóríum ég hef eitt. Og ekki síst hversu langt ég hef gengið. Snilldin ein.
Litli hringurinn er minni en ég hélt. Rétt tæpir 2 km. Smá sjokk en í dag fer ég aðeins stærri hring. Og svo hring eftir hring.
a presto
Giovanna

föstudagur, júní 06, 2003

Ekki heldur mörg orð í dag góðir hálsar ég er nefnilega á leiðinni til Kóben. Til kóngsins Kóbenhavn. Með börnin.Þe. Stelpurnar 50 úr Bústaðakirkju og 30 foreldra. Spennandi. Fer í nótt. Eða fyrramálið. Það fer eftir því hvort maður sofnar. Alltaf jafn gaman að finna lyktina í Kóben. Þykkur Carlsberg (eða var það Tuborg) fnykurinn sem liggur yfir borginni. Ótrúlega margar minningar þaðan til. Það verður ekkert bloggað þaðan. Get lofað því. Svo nú er að klára að pakka, hætta í tölvunni og leggja sig. Æðislegt.

a presto
Giovanna

fimmtudagur, júní 05, 2003

Bara örfá orð í dag góðir hálsar Það er tryllingslega mikið að gera. Samt er ég eiginlega komin í frí. Hildigunnur mín elskulega uppáhaldsdóttir sendir mér tóninn á bloggsíðunni sinni. Ég ber harm minn í hljóði. Nema hvað. Stelpurnar mínar í Bústaðakirkju sungu einsog englar á þriðjudagskveldið var. Allt í einu. Engin mætti með tyggjó. Allar stóðu beinar. Allar kunnu textana sína. Loksins loksins loksins! En ég get trúað ykkur fyrir því að það er búið að kosta blóð svita og tár að ná fram einum gæðatónleikum.! púff! Eilífðarþrældómur að kenna þessum ungu dömum. En ég hlakka rosa til að fara með þær til kóngsins Kaupinhavn, Malmö og Lundar. Yndisleg tilhugsun. Síðasta æfingin í dag og svo brennum við á laugardagsmorgun.
a presto
Giovanna

sunnudagur, júní 01, 2003

Góðan daginn góðir hálsar, voðalega er erfitt að muna alltaf eftir blogginu, sérstaklega þegar sólin skín svona fagurlega einsog í dag. En ég get sagt ykkur það að ég var svo eftir mig eftir ballið í Perlunni á föstudaginn og æfinguna hjá Stúlkna-og Kammerkórnum að ég lagðist eiginlega í rúmið seinni partinn í gær. Segiði svo að það sé ekki erfitt að vera söngkona. Auðvitað voða gaman, en maður setur alla orku í performansinn svo það sé eitthvað gaman og reyndar var ballið voða skemmtilegt, fólkið kunni að dansa og dansaði allan tímann og við áttum nóg af lögum. Svo var allt búið á penum tíma, þe. kl. 2. sem er eitthvað svo mátulegt. En ég held að ég hafi verið nett frústreruð á kóræfingunni í gærmorgun hjá stelpunum. Það eru tónleikar á þriðjudaginn og svo förum við til Danmerkur og Sverige á laugardaginn og stelpurnar ekki allar búnar að læra textana sína. E la vita cosí. Reyni að hugsa um eitthvað annað framað næstu æfingu. T.d. ætla ég útí garðinn að ger'ann fínann. Hlakka til kvöldsins. Það er búið að bjóða mér í partí. Legg ekki meira á ykkur í dag.

A presto
Giovanna

fimmtudagur, maí 29, 2003

Jæja góðir hálsar mikill söngdagur að kveldi kominn. Endalausar reddingar fyrir hádegi og tók mér göngufrí fyrir hádegi. Maður verður að passa að ofgera sér ekki. Í alvöru. Ég gekk uppá Trölladyngju í gær ásamt nokkrum laufléttum og skemmtilegum píum+Gumma, og fannst þetta eiginlega ekkert mál þegar upp var komið. Leist reyndar ekki á blikuna þegar ég stóð fyrir framan dyngjuna og horfði upp brattann, en ég held ég hafi bara verið svo eftir mig eftir keyrsluna á fóstureyðingarveginum frá afleggjaranum þarna við Kúagerði eftir líka þessa stórhættulegu vinstri beygju frá Keflavíkurveginum-. En við komumst jú öll lifandi heim sem betur fer. Og sumsé, það sem ég ætlaði að segja, maður hljóp við fót og náði sér upp á toppinn á innan við hálftíma. Er þetta ekki ótrúlegt! En það veit guð ég segi satt. Og talandi um guð, þá var það helgistund í hádeginu á Sóltúni með djáknum tveim sem hétu Jóhanna og Fjóla. Svona örstund með öldruðum. En engin örstund hjá Hamrahlíðakórnum sem söng gömul og ný lög eitthvað frameftir degi. Mikið vildi ég óska að ég væri með svona góðan kór, en einsog Silla segir, lengi getur gott bestnað. Já nú eru allir að blogga, Guðrún líka, beibí beibí, þetta er líka svo ferlega gaman. En nú þarf Gummi að komast í tölvuna og ég get hreinlega alls ekki sagt ykkur allt sem á daginn hefur drifið. Nei, það er algjörlega nauðsynlegt að eiga smá leyndó...
a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 28, 2003

Jæja góðir hálsar og hvað er hægt að bulla í dag? Fór í morgun í lengsta göngutúr sem ég hef farið síðan ferðirnar hófust. Veðrið er eitthvað svo dásamlegt í dag að ég gæti jafnvel hugsað mér að fara útí garð að reyta arfa og þá er nú mikið sagt! Hitti norska vinkonu mína í Hljómskálagarðinum sem sagði mér að það væri líf eftir skilnað (einsog ég vissi það ekki!). Hún skildi allt dótið sitt eftir í mörgum kössum í Noregi fyrir nokkrum árum, flutti til Íslands með veiðistöng (góð hugmynd) og myndvél og tölvugræjur. Síðan hefur hún einskis saknað. Ég verð að viðurkenna að þetta fékk mig enn einu sinni til að hugsa hvað maður væri nú alltaf að safna dóti og vilja meira. Auðvitað á maður að henda þessu drasli og vera frjáls einsog fuglinn. Nema hvað. Við Guðmundur vöknuðum loksins á réttum tíma í morgun og hann fór í skólann á nýju skónum sem voru keyptir á Léttsveitarmarkaðinum í Outleti á Fiskislóð í gær. Svo var í gærkveldi hinn vikulegi göngutúr Léttsveitarinnar. Við lögðum bílunum hjá Seltjarnarneslauginni og gengum næstum að golfskálanum. Á heimleiðinni fékk ég dýrðlegt kaffi hjá Bimbu. Þegar heim kom lagðist ég í bókalestur og las helminginn af hinni feigu skepnu eftir Philip Roth. Var svo að velta því fyrir mér hvort allir karlmenn væru í raun og veru ofboðslega veikir fyrir barnaklámi.Komst ekki að neinni niðurstöðu en þetta er áhugaverð bók sem veitir manni sýn inní heim karla.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 27, 2003

Jæja góðir hálsar þá er maður enn sestur við tölvuna. Allaf gaman að setjast og leysa frá skjóðunni.
En hvert var ég komin? Jú ég var rétt í þann veginn að fara að setja kjúllann inn í ofninn minn litla. Og hvernig varð hann svo

Gott áttu kjúlli á grænu beði

Opna ísskápinn og sé þá fullt af brokkolí sem er orðið tímabært að klára. Sker það niður og legg í ofnpottinn minn góða. Bæti við
Lauk og nokkrum hvítlauksrifum.
Sé þá allt í einu hálfa dós af sólþurrkuðum tómötum sem ég helli yfir. Þar yfir legg ég risakjúlla sem ég krydda fyrst með papriku og einhverju seson all og timian eða var það eitthvað annað?
Gríp þá límónu og kreisti yfir allt heila galleríið og set sín hvoru megin við kjúllann á beðinu.

Og ilmurinn varð indæll.

Kjúllinn farinn af stað í ofnferðina miklu og ég set basmati hrísgrjón í pott og læt suðuna koma upp og slekk svo undir.

Kíki aftur í ísskápinn og sé þá spínat sem þarf endilega að klára. Sýð það og steiki svo lauk og bæti spínatinu við og rúsínum og kanil og múskati og svo koma tvær matskeiðar af grænu pestói. Bæti síðan við slatta af kotasælu og hálfum pakka af hökkuðum möndlum. Voða gott

Kíki i síðasta sinn í ísskápinn og finn þá króatíska salatið sem ég gleymdi að bera fram í stúdentsveislunni.
En það eru appelsínur, svartar ólívur, hvítlaukur og olía.
Namm.

Og svo komu þau öll, Gotta og Gæi og Sía og Gunnhildur og við Hildigunnur og Gummi. Fundum eina hvítvín í efstu hillunni í eldhúsinu, sem skemmdi matinn alls ekki. Fórum svo í gönguferð seinna um kveldið í Öskjuhlíðina og hundurinn Bjarmi fékk að koma með. Við enduðum á ísbúðinni við Hagamelinn.Og á leiðinni heim skoðuðum við draumahúsið mitt á Suðurgötunni. Guðmundur sofnaði að lokum og við Hildigunnur tjilluðum yfir Sweet Home Alabama. Svona mömmumynd. Ég sofnaði aðeins á milli atriða en vaknaði fyirr lokin.Myndin endaði hræðilega. Hún giftist gamla lúðanum. Gvuð hvað ég varð svekkt.

a presto
Giovanna

mánudagur, maí 26, 2003

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta verandi Anna Karenina. Ég gerði nú svolítið í því að vera rómantísk í prófinu. Nema hvað. Er líf eftir stúdentsveislu spyr ég? Nú er komið að eldhústilraunum hússins. Ég ætla að búa til mat úr því sem til er í eldhússkápunum fram til 17. júní. Og viti menn! Það er ansi mikið til! ég byrja á veislu í dag, því maður verður að trappa sig niður. Von Trapp skiljiði. Trap by trap. Og hver fær fyrstu veisluna sem ber uppá mánudag. Jú, vitaskuld Gotta mín gamla góða vinkona. Hún og hennar famelí kemur í kjúllann sem ég varð að taka úr frystinum til að koma öllu brauðinu fyrir skiljiði. Ég bakaði ALLT of mikið af brauði. Jú sjáiði til brauðið mitt er virkilega gott og ég hugsaði sem svo ef allt verður búið ég ég að minnsta kosti gefið liðinu brauð. Einsog fólkið væri bara einhverjar endur á tjörn. En viti menn og konur, það var svo mikið bakað og baxað að það er ennþá nóg til frammi og hvað haldiði. Ég gleymdi að bera fram króatíska salatið og sörurnar og nú legg ég ekki meira á ykkur.
Mitt daglega brauð
ger og hálfur lítri vatn (kalt vatn l mín í örbylgju)
Set þetta í hnoðvélina og bæti svo við
slatta af haframjöli
salti
ólívuolíu
og að lokum hveiti.

hefast upp og geta orðið þrjár flautur.

Á morgun lofa ég kjúllauppskriftinni, því hvernig á maður að vita fyrirfram hvernig hann verður? Að gefnu tilefni vil ég að lokum bæta því við að ég gekk og hljóp hringinn í morgun. Og fór eitt rennsli á blogginu og sá þar skemmtilegar síður hjá Nönnu Rögnvalds og Ragnheiði frænku Hildigunnar og mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvað hún skrifaði um mig. Má ég svo benda á að Bekka er farin að blogga.
A presto

Giovanna

anna
You're Anna Karenina of Anna Karenina by Leo
Tolstoy!


Which Classic Female Literary Character Are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, maí 25, 2003

Jæja, góðir hálsar! Maður er ennþá í léttri vímu eftir fjör gærdagsins. Því miður fóru síðustu gestirnir uppúr fjögur í nótt og þá þurfti að binda enda á þennan dásamlega gleðskap. 75 skrifuðu sig í gestabókina en ég vona að við höfum náð fleiri inn. Húsið þeirra gömlu á Háaleitisbrautinni er allveg fullkomið partíhús. Ég var búin að gleyma því. Dásamlegt að geta gengið útí garðinn og garðhúsið, Vala Matt myndi segja að það væri mjög gott flæði á þessu svæði. Við sungum útí eitt og það var eitthvað svo gaman að rifja það upp að það voru næstum 25 ár síðan undirrituð var í þessum sporum og 35 síðan minn gamli bror hélt veisluna góðu. Já Hildigunnur var flottust og átti daginn. Hélt frábæra ræðu sem mér fyndist hún ætti að birta á sinni bloggsíðu. Svo vorum við Þorgerður innilega sammála að hún hefði verið svo kvenleg og fögur. Það var gaman að syngja með Þorgerði og nýjum og gömlum kórfélögum. ótrúlegt hvað fólk man endalaust þessi lög og texta. Vel kennt af Þorgerði. Þegar ég hugsa til baka stendur kórstarfið uppúr, enda var ég líkt og Hildigunnur frekar hrifnari af hinum svokölluðu hliðargreinum skólans. Kórinn var númer eitt og þýska og stærðfræði í síðasta sæti.
ég hef aldrei verið spurð hvað ég fékk í einkunn á stúdentsprófi síðar í náminu. Hann kyssti'ana kossinn einn var eurovisonlag gærkvöldsins. Kidda rokkaði með gítarinn og síðan voru ýmis skemmtileg atriði frameftir nóttu. Með betri partíum.Maður lifir á þessu frameftir þessari öld.
a presto
Giovanna

miðvikudagur, maí 21, 2003

Jæja góðir hálsar! Það er sumsé brjálað að gera hjá mér og varla tími til bloggs. Dio mio! Hildigunnur uppáhaldsdóttir mín er sumsé búin að ná stúdentsprófinu og ég er í sjöunda himni þessa dagana. Maður endurlifir þessa frelsistilfinningu á ný. Það verður að halda stóra veislu af þessu tækifæri. Og það er svoleiðis verið að skúra, skrúbba og bóna, og baxa og baka og bráðum verður stúdentskaka. Helgin framundan er eitt stórt partí. Loksins fundum við dressið á dömuna, og ég fann dressið á mig í gær svo við verðum agalega lekkerar mæðgurnar. Látum Gumma mæta afgangi. Hann verður bara í gamla sparidressinu. Bjó til grískan húmus í gær og einhver snúða og bökur og búin að kaupa ostana og svo er bara kaka á dag og restin á föstudag og eiginlega má ég ekki vera að því að skrifa meira í dag því ég þarf að fara að kaupa kampavínið. Hver mínúta framað helgi er skipulögð. Get þó sagt það að þrátt fyrir annir er búin að fara hringinn endalausa einu sinni á dag í þessari viku. Þegar maður gengur í góða veðrinu þá getur maður nefnilega skipulagt daginn og svona......ma
a presto

Giovanna

sunnudagur, maí 18, 2003

Góðan daginn góðir hálsar!

Skítakuldi í dag og ég sem var í kórferð með börnin litlu á Þingvöllum og hélt að nú væri sumarið komið. Við komumst sem betur fer inní Þingvallakirkju og gátum hlýjað okkur þar. Allir voru spenntir að hafa messuna sem lengsta. Aldrei þessu vant. Húktum svo upp við kirkjuvegginn og borðuðum nesti. Vorum fegnust að komast aftur inní rúturnar eftir nokkra upphitunarleiki og syngja í rútunni. Lengi lifi rútubílasöngurinn! En ég gleymdi að hafa nesti með, hélt einhvern veginn að við værum að fara í grillferð í Heiðmörk. Stundum tekur maður ekki nógu vel eftir. Við Gummi fórum á skyndibitastaðinn Magga Dóna og úðuðum í okkur barnagaman á eftir.... Iiiii altsaa..... En .Verð að skrifta. Ég fór engan hring í dag og ekki í gær heldur. Það var svo mikið að gera í gær. Giggin góðu, annað í Hellisgerði með The Light Brigade, sem var alveg yndislegt í sumarveðrinu. Veðrið og garðurinn minnti mig helst á Vallekilde, þarna í hýra Hafnarfirðinum og svo var það Iðnó í gærkvellan með klassískum konum og við sungum endalaust lengi fyrir einhverja kúltúrlausa sölumenn ættaða frá Hollandi. Tókum ekki tulipaner fra Amsterdam en fengum samt standing ovation. Ég held samt að Hollendingar séu vanir að standa upp eftir tónleika. Minnir það. Maður hefur nú oft náð upp meiri stemningu heldur en með þessum hollensku Fordbílasölum...en svona er nú vinnan manns skrýtin. Beibíbeibí...
Mein Gott! Og svo er það vigtin á morgun. Já ég hef ekki viljað tala mikið um þetta svona opinberlega. Þið hljótið að skilja þetta er mikið mál, sérstaklega þegar maður hefur verið að bæta á sig jafnt og þétt í gengum tíðina. Kílóum þ.e.a.s. En nú skal stíga á stokk, eða brjóta blogg og það segist hér með að vigtin skal það vera, einu sinni í viku. Smám saman mun ég byrja að horfast í augu við staðreyndir. Heyr heyr...

a presto

Giovanna

laugardagur, maí 17, 2003

Góðan daginn góðir hálsar!

Fagur dagur upprunninn, alltaf sumar á Íslandi. Ég þarf ekki að fara út í sumar. En samt ætla ég . Ég ætla til Ítalíu. Ég elska Ítalíu og finnst ég í rauninni vera ítölsk tútta. Sono tutta italiana. Öll ítölsk. En fyrst ætla ég að vera lengi á Íslandi. Alveg heila tvo mánuði. Gef ekki meira upp. Dag í senn, eitt andartak í einu. Og ég elska andartakið einsog Ásta Arnardóttir. Svo er svo gaman að láta sig dreyma. Og nú dreymir mig um að fara í skóla næsta vetur. Ég er að vísu í fullri vinnu en miði er möguleiki og það má alltaf reyna. Ég er ekki komin í sumarfrí. Ekki alveg. Stúlkna-og Kammerkórinn minn á eftir að fara í eina litla Skandínavíuferð í júní. Stelpunum finnst alveg rosalega langur æfingartími hjá mér og eiga erfitt með að mæta á réttum tíma, en hvað skal gera? Láta sem ekkert sé og halda áfram. Annars er þessi tími svo skemmtilegur. Þegar maður er búin að æfa prógramm í heilt ár og allir að vera búnir að læra röddina sína og fara að syngja út og saman og gefa kraft og gleði í sönginn. Þá er nefnilega svo gaman. Léttsveitin (lettsveit.is) á að syngja í afmæli í hádeginu í dag og það eru 9 búnar að melda sig af 117 kvenna kór. Ég held ég verði að hringja út eina gusu.
A presto

Giovanna

föstudagur, maí 16, 2003

Lífið svo skrítið í dag. Hvað er það sem skiptir í raun og veru máli? Komst einu sinni enn að þeirri niðurstöðu að less er more og aðalatriðið er að maður sé vinur vina sinna, njóti andartaksins.Enn einu sinni komst ég að því hvað það er mikið af góðu fólki í kringum mig sem styrkir mann og styður. Sama hvað! Er þetta ekki dásamlegt. Hitti mínar elskulegu 4Klass og við rákum upp nokkur bofs og hlógum svolítið saman...Amma Hildigunnar var líka hjá okkur og hún er ein af þessum yndislegu konum sem maður kynnist. Sæta frænka Hildigunnar kom líka og var skemmtileg að vanda og talaði með norðlenskum hreim. Léttsveitarkonurnar mínar launuðu mér ríkulega í gær. Obb obb obb, bíddu við, hvaða della var þetta með að konur væru konum verstar. Því hef ég ekki kynnst. Samt hefur maður jú stundum þurft að kljást við skrýtnar konur. Og sei sei. Guðmundur Þórir er orðinn svo mikill gæi núna að maður er hættur að sjá hann. Alltaf að hitta einhverja vini, eða úti í boltaleikjum, á Haðarstíg eða bara eitthvað. Kemur samt alltaf inn til að borða. Matarástin er amk. ennþá eftir. Guðisélof fyrir það.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Af hverju haldiði að bloggið mitt sé svona ruglingslegt? Jú, það er vegna þess að þegar ég er að blogga er ég alltaf að flýta mér. Ég ýmist á leiðinni út eða inn. Núna er ég t.d. á leiðinni út og nýkomin inn. Rosa gaman í gær. Hitti Signýju á veitingastaðnum Ítalíu. Sátum lengi og tókum stöðuna og hlustuðum á ítalska poppara með gítara sem tóku sætu ítölsku lögin einsog O Sole Mio, Mattinata og fleiri og hnoðuðu þeim í pizzu. Svona ekta ítalskur pizzudeigssöngur. Já sungu svona pizzalög. Sætir strákar. Það vantaði sko ekki. Rifjaðist upp fyrir mér sagan af því hvernig maður fellur fyrir gítarista. Það er mjög auðvelt. Það er eitt ákveðið trillulag sem er pottþétt. Ég, Sonja, Hlin, Gotta og Magga vinkonur mínar féllum allar á sama laginu. Mig minnir að það sé eftir Tarrega. Því miður spiluðu strákarnir það ekki í gær. Í morgun fór uppáhaldsdóttir mín í sitt síðasta próf í MH... er þetta ekki ótrúlegt. Tíminn líður hratt. Okei. Verð að hætta.Á eftir að hlaupa hringinn. Bless og kex og vitiði hvað. Bekka er orðin bloggari. Lengi lifi bloggið. Húrra!

miðvikudagur, maí 14, 2003

Ég veit ég er ekki að standa mig í blogginu. Ég var bara svo sjokkeruð að sjá að ég væri dominant kossakona. Ég hélt ég væri öðruvísi. Og hvað haldiði ég hafi verið að gera í morgun. Já í morgunsárið. Ég var með endurskoðandanum mínum í rúma þrjá tíma að fara í gegnum síðasta ár. Hugsiði ykkur og ég sem hef ekki vit á tölum. Ég held samt að hann hafi bara viljað hafa mig hjá sér því allan tímann var hann að tala um söng og lögin sem hann er að syngja því það er hans hjartans mál. Reikningarnir voru bara fyrirsláttur, enda get ég sagt ykkur hér og nú að ég er hvorki kerfiskelling né möppudýr, og enda ekki mikil eignakona. Allar mínar fjárfestingar eru td. algjört flopp, nema þá þessi yndislega litla, já alltof litla íbúð. Hún virðist vera að gera sig. Endurskoðandinn; köllum hann bara Brabra, segir t.d. að ég eigi að drífa mig og selja hana og fá mér eitt lítið raðhús uppí Holtinu þarna, man ekki einu sinni hvað það heitir og það sé allt annað líf. Ég er jú smám saman að komast að því að það er líf fyrir utan 101. En ef maður býr t.d. segjum á Rauðalæk, hvernig eyðir maður þá kvöldunum. Fer maður í bæinn og sest á kaffihús. Nei. Geri ég það núna? Nei. Skreppur maður þá í sund? Já. Sennilega, eða fer í grasagarðinn eða fær sér bara vídeó. Nei, maður heldur áfram að vera áskrifandi hjá Bjarti, og fær sína mánaðarlegu bók. Prjónar á kvöldin. Þe. þegar ekki er kóræfing eða gigg. og svona. Sennilega tekur maður ekki eftir því að maður býr einhvers staðar annars staðar. Ég man bara eftir því að þegar ég bjó á Háaleitisbrautinni, og NB! Ekki Háaleitisveginum, því þótt þeir væru á eiginlega sama stað þá var rómantík yfir Háaleitisveginum. Já á Háaleitisbrautinni nennti maður aldrei að fara í göngutúra af því að hvert átti maður svosem að fara? Annars. Ég þarf að gera játningu. Ég fór ekki hringinn í dag. Ég sveik sjálfa mig. Ég held það sé af því að ég eyddi svo miklum tíma í brabra. En ég labbaði í Bónus á Laugaveginum og keypti í matinn og það var pínu ganga. Skárren ekkert. Je beibí Svona er líf mitt í dag. Í kvöld ætla ég að reyna að sjaka og slaka, því það var svo gaman í gær og verður svo skemmtilegt á morgun. Og svona. Ólafur Ragnar Til hammara með ammara!

þriðjudagur, maí 13, 2003

dominant
You have a dominant kiss- you take charge and make
sure your partner can feel it! Done artfully,
it can be very satisfactory if he/she is into
you playing the dominant role MEORW!


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, maí 12, 2003

Ég verð hálfþunglynd þegar ég hugsa útí það að framsóknarmenn séu aðalgæjarnir. Hvernig fólk kýs frammarana? Okei, ég þekki eina eða tvær. Þetta eru einhver álög á þeim held ég en það er spurning hvort maður þurfi ekki að flytja úr landinu núna. Og hvert væri hægt að flytja í þetta sinn. Jú. Ég væri t.d. alveg til í að búa með mafíósum á Ítalíu, ég meina, þeir eru amk. sætari og kynþokkafyllri þar. Eða hver var kynþokkafyllsti frambjóðandinn vorið 2003. Nei, fyrirgefiði ekki svona lágt plan. Halló ég er feministi, uss ekki tala svona. Er þetta kannski miðaldrakrísan í hnotskurn? Jæja, hvað má ég vera að því að blogga. Ég ætla að fara að finna skattaframtalsgögnin..ég á eftir að telja fram til skatts. Alltof sein, veit það..Hjálpi mér allir endurskoðendur....bra bra.

sunnudagur, maí 11, 2003

Og þessi splunkunýi dagur hófst með því að ég tók hringinn á mettíma. Yndislegt veður. Dásamlegt. Næstum því einsog í Frans. Og allir búnir að kjósa og hvað svo? Stjórnin rétt heldur velli, Ingibjörg úti og Steingrímur frændi og Kolla misstu einn. Smá spenna framundan. Við vorum kampakát svona eitthvað frameftir í partíinu en gáfumst upp þegar klukkan nálgaðist þrjú. Þá var Atli næstum búinn að fella Ingibjörgu. Kannski verður allt eins. Allir hræddir við breytingar. Ég líka. T.d. alveg dauðhrædd við að flytja héðan. Dauðhrædd við að segja upp vinnunni. Prófa eitthvað nýtt. Óþolandi hræðsla alveg. Er eitthvað til við henni. Ég er að fara í messu í dag með blessuð litlu börnin. Lokamessa vorsins. Krakkarnir að spila og syngja sitt síðasta. Sumarfríið er að koma... er að koma... alveg að koma. koma.

laugardagur, maí 10, 2003

Ég er búin að vera að skoða fjölskyldubloggið og er í hálfgerðu sjokki. Það er alls staðar linkað inná mig. Djísös. Nú er að halda sönsum. Kosningadagur upp runninn og nú er að sjá hvernig fer. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Það er nú spor í áttina. En þetta er einsog með átthugafjötrana. Alltaf erfitt að skipta um bókstaf. Meirað segja ég sem kalla ekki allt ömmu mína og er ekki einu sinni orðin amma sjálf á erfitt með að kjósa nýjan staf. Ég er byrjuð á fullu að ganga á morgnana.. Ekki alveg búin að ná að hlaupa allan hringinn en stefni í það fyrir lok sumars. Ég stekk út og labba út Fjölnisveginn, niður Barónsstíginn,inn Smáragötuna, niður í Hljómskálagarð. Þar skokka ég léttilega. Mætti halda að þar væri 50 kílóa unglingsstúlka á ferðinni. Fer svo upp á Ljósvallagötu inná Hólatorg, niður Garðastræti, að Ráðhúsinu og hinu megin við Tjörnina til baka og einhverja leið að Fjölnisveginum. Kannski bara 3 kílómetrar, en skárren ekkert. Og það sem er nú skemmtilegast er að maður er svo innilega hamingjusamur þegar maður er búin að fara út og fá sér íslenskt, ferskt loft. Ég segi íslenskt ferskt loft, því ég sakna milda sumarsins í fyrra, en þá hljóp ég alla daga í frönsku hæðunum í Brandon Les Cours. Og þótt maður mætti þar einstaka sinnum snákum á leiðinni, þá var svo dásamlegt að svitna í milda loftinu þar. Ég minnist ekki að hafa saknað íslenska ferska vindsins þar. En ég er sumsé að búa mig undir það að fara út að hlaupa. Síðan verður kosningamáltíðin undirbúin. Og hvað verður. Jú. Það eru jól framundan, ég verð með Kalla kúlu. Kalli minn, Kalli minn kúla,(Besame Mucho) sungum við og Gvendur Thor í gamla daga og vonandi syngjum við Gotta og Svanhildur og Rósa og Garðar og Gunnhildur, Sigrún Inga, Svandís og Guðmundur og Hildigunnur það í kvellan. Fyllingin verður með sveppum og eplum og alls kyns gúmmelaði sem ég á eftir að mixa. Þetta á eftir að vera mikill matar-og tiltektardagur.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Æ þessir átthagafjötrar! Hvers á ég að gjalda. Mig langar í nýja íbúð. En helst ætti hún að vera á sama stað og þessi. Bara aðeins stærri. Með svölum. Og baðkeri. Og stóru herbergi fyrir Gumma. Og þvottahúsi á sömu hæð, helst.

miðvikudagur, maí 07, 2003

Það les náttúrlega engin síðu ef maður stendur sig ekki og skrifar reglulega. Málið er að ég fór til Vestmannaeyja um helgina með Léttsveitina og er hreinlega búin að vera með sjóriðu síðan. Enn einn fylgifiskur þess að vera komin á þennan aldur er að það tekur lengri tíma að jafna sig eftir góð gigg en áður. Og það er fyrst núna á miðvikudegi sem ég get sest og skrifað örlítið. Vestamannaeyjar voru dásamlegar og Eyjaskeggjar yndislegir. Léttsveitin tróð upp í fyrsta sinn á þessum stað og fyllti Höllina stóru.Og þegar svoleiðis gerist þá er hreinlega ekki hægt annað en skemmta sér vel. En núna fer maður að reyna að koma sér á jörðina aftur og taka upp hið venjubundna líf aftur. Ég stefni að því að hlaupa fyrir miðnætti. Sérstaklega ef haglélinu linnir.

föstudagur, maí 02, 2003

Ég gekk með bleika blöðru í göngunni í gær. Þetta var auðvitað flottasti parturinn. En mér fannst einsog ég hefði misst voða mikið úr þarna fyrst þegar ég mætti og gekk niður Njarðargötunna og þekkti eiginlega engan! Ekki fyrr en ég mætti Agli Helgasyni sem stóð krúttaralegur og miðaldra með barnavagninn og horfi á gönguna ganga fram hjá sér. Ég gekk sumsé ein með bleika blöðru og hitti enga gamla(!) vinkonu úr Kvennaframboðinu. Einu stelpurnar sem ég þekkti voru vinkonur Hildigunnar!
Svo fórum við Létturnar að syngja í Þjóðleikhúskjallaranum á eftir og það veit guð að ekki sungum við baráttulög því engin hefur verið að semja þau síðan þarna um árið. En við sungum ástarlög og er það ekki hin einu sönnu sígildu baráttulög kvenna..ha? En stemningin þarna minnti mig pínulítið á kvennaframboðið forðum svo maður fékk smá nostalgíukast. Vilborg Dagbjarts flutti sætt ávarp, en svo þurfti ég að rjúka, því ég var með litlu stelpurnar að syngja hjá Trésmiðafélaginu og þá var ég nú heldur betur á heimavelli. Þar var mitt fólk! Gamlir smiðir úr Trésmiðakórnum og svona. Og stúlkurnar sem að eru alls ekki alltaf í stuði að syngja á æfingum, sungu allt í einu einsog englar. Það var svo sætt.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Ég er frjáls. Það er komið nýtt tímabil. Ég þarf ekki lengur að vekja dóttur mína áður en hún fer í skólann á morgnana. Síðasti menntaskóladagurinn rann upp í gær. Þvílíkur dýrðardagur. Við héldum uppá þetta mæðgurnar og fórum í verslunarleiðangur í Kringlunni. Gerðum okkur glaðan dag. Guðmundur var skilinn eftir í Japis við einhvern tölvuleik á meðan við æddum á milli búða og skoðuðum nýjustu tískuvörurnar. Og þvílíkir litir. Rauðir og bleikir og grænir og grænbláir og appelsínuguli uppáhaldsliturinn minn.
Endaði með að kaupa bleika skó á dóttur mína. Minnti mig á bleika tímabilið þegar hún var fimm ára. Svona endurtekur sagan sig.

Og svo er það gangan góða í dag. Ég verð femínisti í dag. Athuga hvernig það fer við mig.

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Svo ég haldi nú áfram í miðaldrakrísunni, þá er enn einn fylgifiskurinn minnisleysi. Það munaði til dæmis alveg rosalega litlu að ég klúðraði deginum í dag. Ég var búin að vera í góðum fíling í morgun, gera mín morgunverk, hlaupa og ganga í góða veðrinu. Já þessu yndislega veðri líka og allt var svo dásamlegt. Endaði göngu-hlaupið með því að fara í Bernhöfts bakarí og kaupa speltibrauðið góða. Fór heim og átti gæðastund með kaffinu og blaðinu. Datt svo í hug að nú væri rétti tíminn að drífa sig í Hjólbarðahöllina en þar er ég fastagestur tvisvar á ári. Lét setja ný og naglalaus dekk. Sat í mestu makindum á biðstofunni og fylgdist með þessum sterklegu drengjum svona svolítið svartir allir og sveittir þegar Rúnar nokkur útfararstjóri gengur, nýþveginn og strokinn, inní salinn. Og ákkurat þessa sömu mínútu mundi ég að átti ég að vera mætt á æfingu fyrir jarðarför sem átti að byrja nákvæmlega hálftíma síðar. Og þetta hafði þá hreinlega hrunið úr heilanum. Svona einsog tölvuvírus. Nú voru góð ráð dýr. Ég í gallabuxum, átti að vera að mætt á æfingu og jarðarförin að bresta á.Og þið vitið maður fer ekki að syngja í gallabuxum við jarðarfarir.. Ég stökk í bílinn sem einn hjólbarðatöffarinn var að enda við að festa síðasta dekkið á, brunaði til mömmu sem er vel að merkja einn og hálfur á hæð og amk 10 kílóum þyngri en ég og býr þarna á næstu grösum og fékk lánaðar buxur sem voru eiginlega nærri því að vera pils á mér en buxur. Næstum því búin að fá heilablóðfall í stressinu. .. Mamma mia che strano! Altsaa..þetta fór algjörlega með daginn...

mánudagur, apríl 28, 2003

Má ég benda á síðu Hildigunnar verðandi frönskunemenda og tjillara í París; uppáhaldsdóttur minnar.
Vandræði mín hafa heldur aukist eftir að ég byrjaði að blogga. Beibí beibí. Nú verð ég líka að láta líta út einsog ég eitthvað spennandi gerist hjá mér á hverjum degi. En afþví ég er bara búin að segja Hildigunni, Helgu og Kiddu fræ og Elísabetu frá þessu þá er nú enginn að lesa það sem maður skrifar. Elísabet spurði fyrir hvern ertu að þessu. Og ég varð svolítið hvumsa...fyrir hvern. Nú mig auðvitað. Ég er bara að æfa mig að hugsa upphátt. Og guð veit að ég ætla nú ekki að fara að segja frá einhverju alvörumáli. Eða einsog það sé ekki alvöru mál að vera í miðaldra krísunni... Einn fylgifiskur þess er t.d að ég er algjörlega að vera blind. Ég skrifa núna t.d. blindandi á þessa síðu. Svo sé ekki rykið heima hjá mér (guðisélof). En að fá mér tvískipt gleraugu kemur ekki til greina. Frekar ætla ég ekki að sjá nóturnar, bara að impróvisera, hætta að þurrka af, missa af öllum sætu gæunum. En ekki tvískipt gleraugu. Reyndar lærði ég trikk hjá Elsu vinkonu minni um daginn. Ein linsa -2.25 önnur 0.75. Maður verður að vísu svolítið ringlaður fyrstu dagana á eftir en maður les með hægra auganu og horfir á strákana með því vinstra. Einfalt og gott ráð hjá Elsu. Ég kíli á þetta á morgun... og by the way. Ég náði bara hálfu hlaupi í morgun því ég hitti Möggu Palma og hún bauð mér far heim og hver neitar því þótt hann sé í átaki dauðans...Enda náðum við bæði kaffi og amk fimm splunkunýjum kjaftasögum á eftir...

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ástæðan fyrir þessari löngu pásu(!) er sú að ég er svo tölvuvitlaus að ég komst ekki inní bloggið. En. Versti dagur lífs míns var í gær. Vaknaði kl. 6.30 um morguninn með blóðnasir. Gat ekki sofnað aftur svo ég fékk mér 6 rótsterka kaffibolla og las helgarDV-ið (ég fór í fýlu útí moggann og sagði honum upp og dauðsé eftir því!). Alltíeinu fattaði ég að kaffi væri sennilega ekki sniðugt við þessar kringumstæður og blóðnasir kæmu útaf of háum blóðþrýsting.! Þvílík skömm. Er ég þá orðin miðaldra beibí? Ég sem á svo margt eftir og er ekki einu sinni ennþá búin að sýna og sanna hver ég er í raun og veru! Ég, þessi síunga og glaða kona hafði allt á hornum mér það sem eftir var dagsins. Breyttist í þreytta einstæða móður með tvö, sem á ekki neitt, kann ekki neitt og er þar að auki komin með of háan blóðþrýsting. Til að fullkomna miðaldra ímyndina keypti ég mér útsölubók eftir súperstjörnuna Oprah Winfrey um lífið í jafnvægi. Nú skal búa sig undir árin sem eru að nálgast.....ó vei....Og þegar kvöldið var komið og ég var bæði búin að horfa á Mortens bræðurna, sem ég var í hljómsveit með fyrir milljón árum og hét Gúanóbandið og Möggu Pálma sem ég söng með um áraraðir, þá fannst mér einhvern veginn allir hefðu meikað það nema ég......þvílíkur gærdagur og þvílík krísa.

En dagurinn í dag.. byrjaði amk. betur. Engar blóðnasir og klukkan orðin átta og ég fékk mér bara einn bolla af kaffi (temmilega sterku). Og viti menn. Ég fór í hlaupaskóna mína sem ég keypti í Frakklandi í fyrrasumar. Og fyrir kl. níu sveif ég út til hægri snú og gekk og hljóp til skiptis..í Hljómskálagarðinum í kringum Tjörnina og svona, leið ógeðslega vel eftir hlaupin og sturtuna og beint í barnamessuna með litlu sætustu kórana mína.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Okei, ég held þetta virki. Bara að fá sér sæta síðu. Láta vaða. Vera inn og einsog hinir bloggararnir. Alla veit ekki einu sinni hvað það er að blogga. Ég ætla að senda henni adressuna. Vaknaði með hræðilega hálsbólgu í morgun. Hvað gerir maður þá? Bloggar beibí. Bloggar.
HIð undarlegasta er að gerast. Þegar ég ætla að fara að skrifa núna þá stoppar heilinn, þótt puttarnir vaði áfram. Ég get ekkert skrifað. Hvernig er hægt að skrifa það sem verður hugsanlega lesið af einhverjum ókunnungum. Eða er það það sem er svona hryllilega spennandi. Láta vaða og sem ekkert sé. Prófa það.