miðvikudagur, maí 14, 2003

Ég veit ég er ekki að standa mig í blogginu. Ég var bara svo sjokkeruð að sjá að ég væri dominant kossakona. Ég hélt ég væri öðruvísi. Og hvað haldiði ég hafi verið að gera í morgun. Já í morgunsárið. Ég var með endurskoðandanum mínum í rúma þrjá tíma að fara í gegnum síðasta ár. Hugsiði ykkur og ég sem hef ekki vit á tölum. Ég held samt að hann hafi bara viljað hafa mig hjá sér því allan tímann var hann að tala um söng og lögin sem hann er að syngja því það er hans hjartans mál. Reikningarnir voru bara fyrirsláttur, enda get ég sagt ykkur hér og nú að ég er hvorki kerfiskelling né möppudýr, og enda ekki mikil eignakona. Allar mínar fjárfestingar eru td. algjört flopp, nema þá þessi yndislega litla, já alltof litla íbúð. Hún virðist vera að gera sig. Endurskoðandinn; köllum hann bara Brabra, segir t.d. að ég eigi að drífa mig og selja hana og fá mér eitt lítið raðhús uppí Holtinu þarna, man ekki einu sinni hvað það heitir og það sé allt annað líf. Ég er jú smám saman að komast að því að það er líf fyrir utan 101. En ef maður býr t.d. segjum á Rauðalæk, hvernig eyðir maður þá kvöldunum. Fer maður í bæinn og sest á kaffihús. Nei. Geri ég það núna? Nei. Skreppur maður þá í sund? Já. Sennilega, eða fer í grasagarðinn eða fær sér bara vídeó. Nei, maður heldur áfram að vera áskrifandi hjá Bjarti, og fær sína mánaðarlegu bók. Prjónar á kvöldin. Þe. þegar ekki er kóræfing eða gigg. og svona. Sennilega tekur maður ekki eftir því að maður býr einhvers staðar annars staðar. Ég man bara eftir því að þegar ég bjó á Háaleitisbrautinni, og NB! Ekki Háaleitisveginum, því þótt þeir væru á eiginlega sama stað þá var rómantík yfir Háaleitisveginum. Já á Háaleitisbrautinni nennti maður aldrei að fara í göngutúra af því að hvert átti maður svosem að fara? Annars. Ég þarf að gera játningu. Ég fór ekki hringinn í dag. Ég sveik sjálfa mig. Ég held það sé af því að ég eyddi svo miklum tíma í brabra. En ég labbaði í Bónus á Laugaveginum og keypti í matinn og það var pínu ganga. Skárren ekkert. Je beibí Svona er líf mitt í dag. Í kvöld ætla ég að reyna að sjaka og slaka, því það var svo gaman í gær og verður svo skemmtilegt á morgun. Og svona. Ólafur Ragnar Til hammara með ammara!

Engin ummæli: