laugardagur, maí 17, 2003

Góðan daginn góðir hálsar!

Fagur dagur upprunninn, alltaf sumar á Íslandi. Ég þarf ekki að fara út í sumar. En samt ætla ég . Ég ætla til Ítalíu. Ég elska Ítalíu og finnst ég í rauninni vera ítölsk tútta. Sono tutta italiana. Öll ítölsk. En fyrst ætla ég að vera lengi á Íslandi. Alveg heila tvo mánuði. Gef ekki meira upp. Dag í senn, eitt andartak í einu. Og ég elska andartakið einsog Ásta Arnardóttir. Svo er svo gaman að láta sig dreyma. Og nú dreymir mig um að fara í skóla næsta vetur. Ég er að vísu í fullri vinnu en miði er möguleiki og það má alltaf reyna. Ég er ekki komin í sumarfrí. Ekki alveg. Stúlkna-og Kammerkórinn minn á eftir að fara í eina litla Skandínavíuferð í júní. Stelpunum finnst alveg rosalega langur æfingartími hjá mér og eiga erfitt með að mæta á réttum tíma, en hvað skal gera? Láta sem ekkert sé og halda áfram. Annars er þessi tími svo skemmtilegur. Þegar maður er búin að æfa prógramm í heilt ár og allir að vera búnir að læra röddina sína og fara að syngja út og saman og gefa kraft og gleði í sönginn. Þá er nefnilega svo gaman. Léttsveitin (lettsveit.is) á að syngja í afmæli í hádeginu í dag og það eru 9 búnar að melda sig af 117 kvenna kór. Ég held ég verði að hringja út eina gusu.
A presto

Giovanna

Engin ummæli: