fimmtudagur, maí 15, 2003

Af hverju haldiði að bloggið mitt sé svona ruglingslegt? Jú, það er vegna þess að þegar ég er að blogga er ég alltaf að flýta mér. Ég ýmist á leiðinni út eða inn. Núna er ég t.d. á leiðinni út og nýkomin inn. Rosa gaman í gær. Hitti Signýju á veitingastaðnum Ítalíu. Sátum lengi og tókum stöðuna og hlustuðum á ítalska poppara með gítara sem tóku sætu ítölsku lögin einsog O Sole Mio, Mattinata og fleiri og hnoðuðu þeim í pizzu. Svona ekta ítalskur pizzudeigssöngur. Já sungu svona pizzalög. Sætir strákar. Það vantaði sko ekki. Rifjaðist upp fyrir mér sagan af því hvernig maður fellur fyrir gítarista. Það er mjög auðvelt. Það er eitt ákveðið trillulag sem er pottþétt. Ég, Sonja, Hlin, Gotta og Magga vinkonur mínar féllum allar á sama laginu. Mig minnir að það sé eftir Tarrega. Því miður spiluðu strákarnir það ekki í gær. Í morgun fór uppáhaldsdóttir mín í sitt síðasta próf í MH... er þetta ekki ótrúlegt. Tíminn líður hratt. Okei. Verð að hætta.Á eftir að hlaupa hringinn. Bless og kex og vitiði hvað. Bekka er orðin bloggari. Lengi lifi bloggið. Húrra!

Engin ummæli: