þriðjudagur, desember 21, 2004

Góðu hálsar

Ég sá framá að ég meikaði ekki að skrifa öll jólakortin svo ég bendi ykkur á að í ríkisútvarpinu verður lesin jólakveðjan til ykkar og allra landsmanna til sjávar og sveita milli 2-3 og 10-11 á Þorláksmessu.

góðar stundir

a presto

Giovanna

mánudagur, desember 20, 2004

Góðu hálsakotin mín,

Hvernig gengur ykkur að baka Sörur? Er þetta ekki bara tískubylgja sem líður hjá. Ég veit ekki hvort að ég eigi að tala eitthvað meira um þessar Sörur, en við vorum jafnvel að huxa um að gera raunveruleikasjónvarp. Hvernig bökum við Sörur? Helga vildi meina að jafnvel Gísli gamli á Uppsölum hefði ekki boðið uppá þessar, og mér datt í hug hvort maður ætti að nota þær í botna. Bleyta upp í þeim með kaffi eða einhverju sterkara og maka mascarpone osti útá.. Svo Che sará sará? Nýr réttur.. En guð veit að ljót eru Söruhræin mín. Mæli frekar með kardemommubrauði. namm. Það heppnaðist hjá mér.

A presto!

Giovanna