laugardagur, júlí 05, 2003

Hæ góðir hálsar... það er eitthvað svo þreytandi að blogga og vera ekki með íslenska stafssetningu. Hver kann eiginlega á þetta?

a presto
Giovanna

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Hó hó góðir hálsar Og hér kemur ein gómsæt uppskrift frá Ísafirði. Ég var að koma þaðan þreytt eftir langa og stranga keyrslu. Það var snilldin tær í Tjöruhúsinu þegar ég tróð upp með hljómsveit Villa Valdez, ásamt þeim snillingum Paulo Toro del Sol og Tomaso Romero del Islanda.

Smokkfiskur úr Kúabúi
tilvalinn forréttur eða bara vorréttur

Smokkfiskurinn (tæplega einn á mann)
hreinsaður og skorinn í ca 2 cm bita.

olía
smjör
4 msk kapers
4 hvítlauksrif.

sósan soðin saman.

Jómfrúrolíu slett vingjarnlega á fiskinn og hann saltaður og pipraður
Síðan grillaður í hálfa mínútu á hvorri hlið ellegar þar til hann verður fallega bleikur.

Voða gott að bera fram með þessu klettasalat (rucola) og t.d. tómata.