miðvikudagur, september 08, 2004

Halló elsku hálsarnir mínir.

Ég fór á Dís í Regnboganum í gær með Gumma og Helgu Har og skemmti mér alveg konunglega. Sæt mynd um sæta stelpu og ég samsamaði mig gjörsamlega við Dísina. Svo voru nú kunnugleg andlit sem voru á skjánum. Ekki einungis léttsveitardömur til hægri og vinstri heldur minn eigin sóknarprestur sr. Pálmi. Æi hvað ég hlakka til að sjá hvað Silja gerir við Léttsveitarupptökurnar.... Nú annars er einhvern veginn allt brjálað að gera. Allt á trilljón..

heyrumst

a presto
Giovanna

þriðjudagur, september 07, 2004

Já og til hammara með ammara Þórir bróðir minn!
Halló hálsarnir mínir og Albert! Og takk fyrir síðast elsku Albert minn. Það var alveg yndislegt vinkonupartíið þitt. Ég verð nú að segja að þessar vinkonur þínar komu mér algjörlega á óvart. Þær voru svo hryllilega skemmtilegar og sætar. Je beib. Og veitingarnar og skreytingarnar og allt. Je hvað þetta var geggjað.
Nú annars er ég hér í kirkjunni. Allt á fullu og starfið farið af stað. Bjöllu-og bongósveitin var velskipuð skemmtilegum strákum og englakórinn og barnakórinn byrjuðu í gær líka og lofa góðu. Svo skrapp ég um helgina á Arnarstapann en þangað hef ég nú bara ekki komið í þrjátíu ár. Segi og skrifa 30 ár. Sissisiss! Og þar voru vinkonur og veitingar og skreytingar. Jedúddamía hvað maður hefur það gott.

a presto
Giovanna