laugardagur, maí 17, 2003

Góðan daginn góðir hálsar!

Fagur dagur upprunninn, alltaf sumar á Íslandi. Ég þarf ekki að fara út í sumar. En samt ætla ég . Ég ætla til Ítalíu. Ég elska Ítalíu og finnst ég í rauninni vera ítölsk tútta. Sono tutta italiana. Öll ítölsk. En fyrst ætla ég að vera lengi á Íslandi. Alveg heila tvo mánuði. Gef ekki meira upp. Dag í senn, eitt andartak í einu. Og ég elska andartakið einsog Ásta Arnardóttir. Svo er svo gaman að láta sig dreyma. Og nú dreymir mig um að fara í skóla næsta vetur. Ég er að vísu í fullri vinnu en miði er möguleiki og það má alltaf reyna. Ég er ekki komin í sumarfrí. Ekki alveg. Stúlkna-og Kammerkórinn minn á eftir að fara í eina litla Skandínavíuferð í júní. Stelpunum finnst alveg rosalega langur æfingartími hjá mér og eiga erfitt með að mæta á réttum tíma, en hvað skal gera? Láta sem ekkert sé og halda áfram. Annars er þessi tími svo skemmtilegur. Þegar maður er búin að æfa prógramm í heilt ár og allir að vera búnir að læra röddina sína og fara að syngja út og saman og gefa kraft og gleði í sönginn. Þá er nefnilega svo gaman. Léttsveitin (lettsveit.is) á að syngja í afmæli í hádeginu í dag og það eru 9 búnar að melda sig af 117 kvenna kór. Ég held ég verði að hringja út eina gusu.
A presto

Giovanna

föstudagur, maí 16, 2003

Lífið svo skrítið í dag. Hvað er það sem skiptir í raun og veru máli? Komst einu sinni enn að þeirri niðurstöðu að less er more og aðalatriðið er að maður sé vinur vina sinna, njóti andartaksins.Enn einu sinni komst ég að því hvað það er mikið af góðu fólki í kringum mig sem styrkir mann og styður. Sama hvað! Er þetta ekki dásamlegt. Hitti mínar elskulegu 4Klass og við rákum upp nokkur bofs og hlógum svolítið saman...Amma Hildigunnar var líka hjá okkur og hún er ein af þessum yndislegu konum sem maður kynnist. Sæta frænka Hildigunnar kom líka og var skemmtileg að vanda og talaði með norðlenskum hreim. Léttsveitarkonurnar mínar launuðu mér ríkulega í gær. Obb obb obb, bíddu við, hvaða della var þetta með að konur væru konum verstar. Því hef ég ekki kynnst. Samt hefur maður jú stundum þurft að kljást við skrýtnar konur. Og sei sei. Guðmundur Þórir er orðinn svo mikill gæi núna að maður er hættur að sjá hann. Alltaf að hitta einhverja vini, eða úti í boltaleikjum, á Haðarstíg eða bara eitthvað. Kemur samt alltaf inn til að borða. Matarástin er amk. ennþá eftir. Guðisélof fyrir það.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Af hverju haldiði að bloggið mitt sé svona ruglingslegt? Jú, það er vegna þess að þegar ég er að blogga er ég alltaf að flýta mér. Ég ýmist á leiðinni út eða inn. Núna er ég t.d. á leiðinni út og nýkomin inn. Rosa gaman í gær. Hitti Signýju á veitingastaðnum Ítalíu. Sátum lengi og tókum stöðuna og hlustuðum á ítalska poppara með gítara sem tóku sætu ítölsku lögin einsog O Sole Mio, Mattinata og fleiri og hnoðuðu þeim í pizzu. Svona ekta ítalskur pizzudeigssöngur. Já sungu svona pizzalög. Sætir strákar. Það vantaði sko ekki. Rifjaðist upp fyrir mér sagan af því hvernig maður fellur fyrir gítarista. Það er mjög auðvelt. Það er eitt ákveðið trillulag sem er pottþétt. Ég, Sonja, Hlin, Gotta og Magga vinkonur mínar féllum allar á sama laginu. Mig minnir að það sé eftir Tarrega. Því miður spiluðu strákarnir það ekki í gær. Í morgun fór uppáhaldsdóttir mín í sitt síðasta próf í MH... er þetta ekki ótrúlegt. Tíminn líður hratt. Okei. Verð að hætta.Á eftir að hlaupa hringinn. Bless og kex og vitiði hvað. Bekka er orðin bloggari. Lengi lifi bloggið. Húrra!

miðvikudagur, maí 14, 2003

Ég veit ég er ekki að standa mig í blogginu. Ég var bara svo sjokkeruð að sjá að ég væri dominant kossakona. Ég hélt ég væri öðruvísi. Og hvað haldiði ég hafi verið að gera í morgun. Já í morgunsárið. Ég var með endurskoðandanum mínum í rúma þrjá tíma að fara í gegnum síðasta ár. Hugsiði ykkur og ég sem hef ekki vit á tölum. Ég held samt að hann hafi bara viljað hafa mig hjá sér því allan tímann var hann að tala um söng og lögin sem hann er að syngja því það er hans hjartans mál. Reikningarnir voru bara fyrirsláttur, enda get ég sagt ykkur hér og nú að ég er hvorki kerfiskelling né möppudýr, og enda ekki mikil eignakona. Allar mínar fjárfestingar eru td. algjört flopp, nema þá þessi yndislega litla, já alltof litla íbúð. Hún virðist vera að gera sig. Endurskoðandinn; köllum hann bara Brabra, segir t.d. að ég eigi að drífa mig og selja hana og fá mér eitt lítið raðhús uppí Holtinu þarna, man ekki einu sinni hvað það heitir og það sé allt annað líf. Ég er jú smám saman að komast að því að það er líf fyrir utan 101. En ef maður býr t.d. segjum á Rauðalæk, hvernig eyðir maður þá kvöldunum. Fer maður í bæinn og sest á kaffihús. Nei. Geri ég það núna? Nei. Skreppur maður þá í sund? Já. Sennilega, eða fer í grasagarðinn eða fær sér bara vídeó. Nei, maður heldur áfram að vera áskrifandi hjá Bjarti, og fær sína mánaðarlegu bók. Prjónar á kvöldin. Þe. þegar ekki er kóræfing eða gigg. og svona. Sennilega tekur maður ekki eftir því að maður býr einhvers staðar annars staðar. Ég man bara eftir því að þegar ég bjó á Háaleitisbrautinni, og NB! Ekki Háaleitisveginum, því þótt þeir væru á eiginlega sama stað þá var rómantík yfir Háaleitisveginum. Já á Háaleitisbrautinni nennti maður aldrei að fara í göngutúra af því að hvert átti maður svosem að fara? Annars. Ég þarf að gera játningu. Ég fór ekki hringinn í dag. Ég sveik sjálfa mig. Ég held það sé af því að ég eyddi svo miklum tíma í brabra. En ég labbaði í Bónus á Laugaveginum og keypti í matinn og það var pínu ganga. Skárren ekkert. Je beibí Svona er líf mitt í dag. Í kvöld ætla ég að reyna að sjaka og slaka, því það var svo gaman í gær og verður svo skemmtilegt á morgun. Og svona. Ólafur Ragnar Til hammara með ammara!

þriðjudagur, maí 13, 2003

dominant
You have a dominant kiss- you take charge and make
sure your partner can feel it! Done artfully,
it can be very satisfactory if he/she is into
you playing the dominant role MEORW!


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, maí 12, 2003

Ég verð hálfþunglynd þegar ég hugsa útí það að framsóknarmenn séu aðalgæjarnir. Hvernig fólk kýs frammarana? Okei, ég þekki eina eða tvær. Þetta eru einhver álög á þeim held ég en það er spurning hvort maður þurfi ekki að flytja úr landinu núna. Og hvert væri hægt að flytja í þetta sinn. Jú. Ég væri t.d. alveg til í að búa með mafíósum á Ítalíu, ég meina, þeir eru amk. sætari og kynþokkafyllri þar. Eða hver var kynþokkafyllsti frambjóðandinn vorið 2003. Nei, fyrirgefiði ekki svona lágt plan. Halló ég er feministi, uss ekki tala svona. Er þetta kannski miðaldrakrísan í hnotskurn? Jæja, hvað má ég vera að því að blogga. Ég ætla að fara að finna skattaframtalsgögnin..ég á eftir að telja fram til skatts. Alltof sein, veit það..Hjálpi mér allir endurskoðendur....bra bra.

sunnudagur, maí 11, 2003

Og þessi splunkunýi dagur hófst með því að ég tók hringinn á mettíma. Yndislegt veður. Dásamlegt. Næstum því einsog í Frans. Og allir búnir að kjósa og hvað svo? Stjórnin rétt heldur velli, Ingibjörg úti og Steingrímur frændi og Kolla misstu einn. Smá spenna framundan. Við vorum kampakát svona eitthvað frameftir í partíinu en gáfumst upp þegar klukkan nálgaðist þrjú. Þá var Atli næstum búinn að fella Ingibjörgu. Kannski verður allt eins. Allir hræddir við breytingar. Ég líka. T.d. alveg dauðhrædd við að flytja héðan. Dauðhrædd við að segja upp vinnunni. Prófa eitthvað nýtt. Óþolandi hræðsla alveg. Er eitthvað til við henni. Ég er að fara í messu í dag með blessuð litlu börnin. Lokamessa vorsins. Krakkarnir að spila og syngja sitt síðasta. Sumarfríið er að koma... er að koma... alveg að koma. koma.