miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Æi æ. Fór í morgun inní bílskúrinn þar sem ég geymi frystikistuna hennar Hildigunnar. Ætlaði að ná í nautahakk því ég stend í meiriháttar eldamennsku þessa dagana útaf dotlu. Nema hvað. Hafði ekki rafmagnið farið af skúrnum fyrir einhverjum vikum og allt í steypu og ógeðslegri lykt í kistunni. Fiskur og nautið hans Eymundar ónýtt. Viðbjóður. Og svo svona kalt og ömurlegt úti og ég kvefuð og slöpp í þokkabót. Spæling daxins. Á morgun verður svoleiðis hreinsað og skrúbbað.... Je je je. Láta sig hafa það.

a presto

Giovanna

mánudagur, nóvember 13, 2006

Já já þetta er leiðindapest. En ég er skárri. Bara svolítið kvefuð ennþá og svona. Var eiginlega alveg búin á því eftir kennsluna í dag. Ætlaði varla að halda höfði með Englunum og Barnakórnum. Er náttúrlega að reyna að kenna þeim alltof mörg ný lög og texta. Einsog venjulega. Annars var þetta mikil góðverkavika hjá minni Léttu sveit. Við sungum bæði á tónleikum hér í F.Í.H. fyrir okkar elskulega Jón Kr. á Bíldudal og fyrir Ljósið í Neskirkju á laugardaginn. Var eiginlega að spá hvort við værum þá ekki búnar með góðgerðarsönginn þetta árið. Annars bara heima í kvöld með hroll. Best að fara undir teppi og ná sér í bók eða prjóna.

a presto

Giovanna