Æi æ. Fór í morgun inní bílskúrinn þar sem ég geymi frystikistuna hennar Hildigunnar. Ætlaði að ná í nautahakk því ég stend í meiriháttar eldamennsku þessa dagana útaf dotlu. Nema hvað. Hafði ekki rafmagnið farið af skúrnum fyrir einhverjum vikum og allt í steypu og ógeðslegri lykt í kistunni. Fiskur og nautið hans Eymundar ónýtt. Viðbjóður. Og svo svona kalt og ömurlegt úti og ég kvefuð og slöpp í þokkabót. Spæling daxins. Á morgun verður svoleiðis hreinsað og skrúbbað.... Je je je. Láta sig hafa það.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli