laugardagur, febrúar 19, 2005

Kæru hálsar og hálsakot!

Æi það var svo gaman á Toscu. Ég hafði reyndar ekki séð óperuna í næstum tuttugu ár eða síðan ég sá Kristján syngja Cavaradossi með Opera North í Manchester, þannig að það var algjörlega kominn tími fyrir mig að horfa á hana aftur. Ég man alltaf eftir krítikinni sem KJ. fékk í local blaðinu í Manchester. Það var ein setning. Kristjan Johannsson sang strongly if not unevenly. Og þetta var nú löngu áður en drengurinn sá var farinn að syngja að ráði á Ítalíu.. En ég var að tala um íslensku óperuna. Í litla Gamla bíói. Það er eitthvað svo krúttaralegt og svona sveitó og sætt að vera með stóra óperu í svona litlu húsi. Maður er bókstaflega sjálfur kominn hálfpartinn uppá svið. Kórinn er yfir og allt um kring. Syngur uppá svölum, syngur fyrir aftan mann og í göngunum og söngvararnir koma inn hægra megin og vinstra og að ofan og uppá sviðið. Söngvararnir okkar voru hreint yndislegir. Cavaradossi algjör sjarmör og einhvern veginn einsog hann væri að syngja beint til mín. Scarpia svo innilega djúsí og flottur. Og svona. Tosca vann á og í öðrum þætti elskaði maður hana algjörlega út af lífinu. Ég var reyndar agalega ósátt við búninginn hennar í fyrsta þætti, virkanirnar voru ekki að gera sig þar og það truflaði mig ofboðslega. Ótrúlega flott upphafsatriði. Beggi flottur maður. Já og svo einhvern veginn kórinn æðislegur. Og að sjá útfararstjórann í hlutverki æðsta prests er bara líka svo góður húmor. Auðvitað verðum við að fá stærra hús, en mikið lifandi skelfing er gaman og sveitó fílingur að vera í svona litlu húsi líka! BRAVI!

a presto

Giovanna

föstudagur, febrúar 18, 2005

Kæru hálsar!.
.. allt í steikinni þessa viku. Til dæmis hefur flensan verið að pirra okkur Gumma. Fékk mér harðfisk til að hugga mig og misst næstum heila tönn fyrir vikið, en Siggi tann ætlar að redda mér góðum díl og ná því í svona 200 kall! La vita e bella e sempre una surpresa. Ég treysti mér ekki einu sinni í ítölsku í dag því ég er að spara mig fyrir óperuna í kvöld. Ætla að hlusta á Toscu og athuga hvort Cavaradossi heillar mig... Góðu fréttirnar eru að ég er komin á eldrauðan nýjan bíl. Jezzz. Ble ble

a presto

Giovanna