föstudagur, maí 14, 2004

Góðan daginn góðir hálsar , æi ég er svo lengi að koma mér að verki í dag. Búin að fara ótrúlega marga blogghringi. Það er svo mikið álag á manni þegar maður er orðin leikkona. Bara komin föstudagurinn fjórtándi. Til hammara með ammara Ólafur Ragnar Grímsson. Og hann bara kominn heim og missir af brúðkaupinu og er í viðbragðsstöðu. Hafði svolítið gaman af Steingrími Hermanns, sem var kominn í hlutverk hins vitra grand old manns og vildi sjá fjölmiðlafrumvarp í friði leyst. Nóg um það. Ég þarf að sinna mínum málum í dag, redda bókhaldinu mínu því ég fékk upphringingu frá endurskoðandanum mínum í gær. Þurfa kvikmyndaleikkonur að standa í slíku? Hann (Barðdalinn sjálfur) sagði að nú væri hver að verða allrasíðastur. Það er svo skrýtið að þessum málum hef ég einhvern veginn alltaf tendens til að gleyma. Einsog það er nú gott að vera búin að þessu. En ég þarf sumsé að sortera reikninga í dag. Jæja og svo er það Eurovision ferðin í Fljótshlíðina með stelpunum í Stúlkna-og Kammerkórnum á morgun. Það verður krassandi. Já og meðan ég man. Fór á Sinfóníutónleikana til að hlusta á Stavinski í gær og fékk reyndar Mozart í kaupbæti. Það sem Fóstbræður stóðu sig vel þarna og einsöngvararnir líka. En þetta er nú kraftaverk að ná Fóstbræður nái svona flottum söng fannst mér.Snorri Wium okkar (sko okkar í Léttsveitinni) yndislegi tenór söng og svo var líka frábær barítónsöngvari Dubber eða Dobber sem var geggjaður og Elin Ósk og hinir tveir sem ég man ekki hvað heita voru líka stórfín. Alltaf upplífgandi að hlusta á Sinfó. Je.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 12, 2004

Góðu hálsar og hálsakot,

Líf mitt sem leikkona byrjaði í dag. Og nú verður maður að fara að vanda sig. Silja Hauks mun elta Léttsveitina á röndum næstu daga til að gera heimildarmynd um Létturnar og ég verð að segja einsog er að þetta er hreinlega æðislegt! Djísös maður. Ég ætla að vera Sophia Loren, Signý Grace Kelly og Tommi Rainer fursti. Aðrir hafa ekki sagt mér hvað þeir ætla að verða. Þetta er alveg hrikalega spennó. Annars var allt annað með tiltölulega kyrrum kjörum hér heima í Rauðagerði. Bjössi kom ekki. En Albert hinn franski mætti í morgun og sagði mér nokkrar krassandi sögur með morgunkaffinu. Hann er algjört æði. Nemendurnir mættu svo í tíma. Ég ákvað að fara með Lúðrasveitinni hans Gumma til Vestmannaeyja um þarnæstu helgi og Skúli minn elskulegi setti kommentakerfið inní tölvuna. Loksins kominn maður með viti inní þessa fjölskyldu!

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 11, 2004

Einsog þið góðu hálsar og hálsakot ættuð að vera búin að fatta núna þá er ég ættuð frá Hálsi í Kjós, þe. þeim Neðra. Reyndar Kiðafelli líka. Góðir hálsar og hálsakot mememeee.En engin ættfræði hér meiri að sinni. Nú er ég enn að bíða eftir að rafvirkinn söngglaði öðru nafni Bjössi baritón mæti og leggi lokahönd á annars frábært verk.Í dag verður flutt leikritið; Beðið eftir Bjössa. Svo er bara Stúlkna- og Kammerkórsæfingar framundan og endanlegar reddingar á ferðinni sem við förum um helgina. Austur á Hvolfsvöll. Já já. Bara vel.

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 10, 2004

Og mínir kæru hálsar og hálsakot, og enn mánudagur og það 10. maí. Tíminn flýgur. Ég hallast á það að potturinn hans Þóris uppí bústað hafi bjargað lífi mínu, en þar endurfæddist ég eftir langa og stranga helgi. Mikið sungið þessa helgi og einhvern veginn held ég að næstu helgar verði líka svona söngglaðar. Ég hitti gamla foreldrafélagið hjá Stúlknakórnum mínum á föstudagskvöldið og svo hlustaði ég á kvennahljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um miðnættið, ansi góða þar sem Hildigunnur ásamst valinkunnum stúlkum sló í gegn, (Við erum að tala um Kiddu rokk, Siggu Toll og Guðrúnu Láru ma.). Nú nú æfingar á laugardag og lokakonsert Drengjakórsins var á sunnudag. Tókst bara ágætlega til hjá drengjunum, þrátt fyrir veikindi og fjarveru góðra manna. Englakór og Barnakór sungu í morgunmessu á sunnudegi, Létturnar sungu í fertugsafmæli á laugardegi. Er þetta bara ekki næstum komið. Jú svo komu ættingjar og vinir Hildigunnar hér á seinni parti laugardags. Geggt gaman.

a presto

Giovanna