mánudagur, maí 10, 2004

Og mínir kæru hálsar og hálsakot, og enn mánudagur og það 10. maí. Tíminn flýgur. Ég hallast á það að potturinn hans Þóris uppí bústað hafi bjargað lífi mínu, en þar endurfæddist ég eftir langa og stranga helgi. Mikið sungið þessa helgi og einhvern veginn held ég að næstu helgar verði líka svona söngglaðar. Ég hitti gamla foreldrafélagið hjá Stúlknakórnum mínum á föstudagskvöldið og svo hlustaði ég á kvennahljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um miðnættið, ansi góða þar sem Hildigunnur ásamst valinkunnum stúlkum sló í gegn, (Við erum að tala um Kiddu rokk, Siggu Toll og Guðrúnu Láru ma.). Nú nú æfingar á laugardag og lokakonsert Drengjakórsins var á sunnudag. Tókst bara ágætlega til hjá drengjunum, þrátt fyrir veikindi og fjarveru góðra manna. Englakór og Barnakór sungu í morgunmessu á sunnudegi, Létturnar sungu í fertugsafmæli á laugardegi. Er þetta bara ekki næstum komið. Jú svo komu ættingjar og vinir Hildigunnar hér á seinni parti laugardags. Geggt gaman.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: