föstudagur, maí 14, 2004

Góðan daginn góðir hálsar , æi ég er svo lengi að koma mér að verki í dag. Búin að fara ótrúlega marga blogghringi. Það er svo mikið álag á manni þegar maður er orðin leikkona. Bara komin föstudagurinn fjórtándi. Til hammara með ammara Ólafur Ragnar Grímsson. Og hann bara kominn heim og missir af brúðkaupinu og er í viðbragðsstöðu. Hafði svolítið gaman af Steingrími Hermanns, sem var kominn í hlutverk hins vitra grand old manns og vildi sjá fjölmiðlafrumvarp í friði leyst. Nóg um það. Ég þarf að sinna mínum málum í dag, redda bókhaldinu mínu því ég fékk upphringingu frá endurskoðandanum mínum í gær. Þurfa kvikmyndaleikkonur að standa í slíku? Hann (Barðdalinn sjálfur) sagði að nú væri hver að verða allrasíðastur. Það er svo skrýtið að þessum málum hef ég einhvern veginn alltaf tendens til að gleyma. Einsog það er nú gott að vera búin að þessu. En ég þarf sumsé að sortera reikninga í dag. Jæja og svo er það Eurovision ferðin í Fljótshlíðina með stelpunum í Stúlkna-og Kammerkórnum á morgun. Það verður krassandi. Já og meðan ég man. Fór á Sinfóníutónleikana til að hlusta á Stavinski í gær og fékk reyndar Mozart í kaupbæti. Það sem Fóstbræður stóðu sig vel þarna og einsöngvararnir líka. En þetta er nú kraftaverk að ná Fóstbræður nái svona flottum söng fannst mér.Snorri Wium okkar (sko okkar í Léttsveitinni) yndislegi tenór söng og svo var líka frábær barítónsöngvari Dubber eða Dobber sem var geggjaður og Elin Ósk og hinir tveir sem ég man ekki hvað heita voru líka stórfín. Alltaf upplífgandi að hlusta á Sinfó. Je.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: