föstudagur, júní 06, 2003

Ekki heldur mörg orð í dag góðir hálsar ég er nefnilega á leiðinni til Kóben. Til kóngsins Kóbenhavn. Með börnin.Þe. Stelpurnar 50 úr Bústaðakirkju og 30 foreldra. Spennandi. Fer í nótt. Eða fyrramálið. Það fer eftir því hvort maður sofnar. Alltaf jafn gaman að finna lyktina í Kóben. Þykkur Carlsberg (eða var það Tuborg) fnykurinn sem liggur yfir borginni. Ótrúlega margar minningar þaðan til. Það verður ekkert bloggað þaðan. Get lofað því. Svo nú er að klára að pakka, hætta í tölvunni og leggja sig. Æðislegt.

a presto
Giovanna

fimmtudagur, júní 05, 2003

Bara örfá orð í dag góðir hálsar Það er tryllingslega mikið að gera. Samt er ég eiginlega komin í frí. Hildigunnur mín elskulega uppáhaldsdóttir sendir mér tóninn á bloggsíðunni sinni. Ég ber harm minn í hljóði. Nema hvað. Stelpurnar mínar í Bústaðakirkju sungu einsog englar á þriðjudagskveldið var. Allt í einu. Engin mætti með tyggjó. Allar stóðu beinar. Allar kunnu textana sína. Loksins loksins loksins! En ég get trúað ykkur fyrir því að það er búið að kosta blóð svita og tár að ná fram einum gæðatónleikum.! púff! Eilífðarþrældómur að kenna þessum ungu dömum. En ég hlakka rosa til að fara með þær til kóngsins Kaupinhavn, Malmö og Lundar. Yndisleg tilhugsun. Síðasta æfingin í dag og svo brennum við á laugardagsmorgun.
a presto
Giovanna

sunnudagur, júní 01, 2003

Góðan daginn góðir hálsar, voðalega er erfitt að muna alltaf eftir blogginu, sérstaklega þegar sólin skín svona fagurlega einsog í dag. En ég get sagt ykkur það að ég var svo eftir mig eftir ballið í Perlunni á föstudaginn og æfinguna hjá Stúlkna-og Kammerkórnum að ég lagðist eiginlega í rúmið seinni partinn í gær. Segiði svo að það sé ekki erfitt að vera söngkona. Auðvitað voða gaman, en maður setur alla orku í performansinn svo það sé eitthvað gaman og reyndar var ballið voða skemmtilegt, fólkið kunni að dansa og dansaði allan tímann og við áttum nóg af lögum. Svo var allt búið á penum tíma, þe. kl. 2. sem er eitthvað svo mátulegt. En ég held að ég hafi verið nett frústreruð á kóræfingunni í gærmorgun hjá stelpunum. Það eru tónleikar á þriðjudaginn og svo förum við til Danmerkur og Sverige á laugardaginn og stelpurnar ekki allar búnar að læra textana sína. E la vita cosí. Reyni að hugsa um eitthvað annað framað næstu æfingu. T.d. ætla ég útí garðinn að ger'ann fínann. Hlakka til kvöldsins. Það er búið að bjóða mér í partí. Legg ekki meira á ykkur í dag.

A presto
Giovanna