sunnudagur, júní 01, 2003

Góðan daginn góðir hálsar, voðalega er erfitt að muna alltaf eftir blogginu, sérstaklega þegar sólin skín svona fagurlega einsog í dag. En ég get sagt ykkur það að ég var svo eftir mig eftir ballið í Perlunni á föstudaginn og æfinguna hjá Stúlkna-og Kammerkórnum að ég lagðist eiginlega í rúmið seinni partinn í gær. Segiði svo að það sé ekki erfitt að vera söngkona. Auðvitað voða gaman, en maður setur alla orku í performansinn svo það sé eitthvað gaman og reyndar var ballið voða skemmtilegt, fólkið kunni að dansa og dansaði allan tímann og við áttum nóg af lögum. Svo var allt búið á penum tíma, þe. kl. 2. sem er eitthvað svo mátulegt. En ég held að ég hafi verið nett frústreruð á kóræfingunni í gærmorgun hjá stelpunum. Það eru tónleikar á þriðjudaginn og svo förum við til Danmerkur og Sverige á laugardaginn og stelpurnar ekki allar búnar að læra textana sína. E la vita cosí. Reyni að hugsa um eitthvað annað framað næstu æfingu. T.d. ætla ég útí garðinn að ger'ann fínann. Hlakka til kvöldsins. Það er búið að bjóða mér í partí. Legg ekki meira á ykkur í dag.

A presto
Giovanna

Engin ummæli: