fimmtudagur, júní 05, 2003

Bara örfá orð í dag góðir hálsar Það er tryllingslega mikið að gera. Samt er ég eiginlega komin í frí. Hildigunnur mín elskulega uppáhaldsdóttir sendir mér tóninn á bloggsíðunni sinni. Ég ber harm minn í hljóði. Nema hvað. Stelpurnar mínar í Bústaðakirkju sungu einsog englar á þriðjudagskveldið var. Allt í einu. Engin mætti með tyggjó. Allar stóðu beinar. Allar kunnu textana sína. Loksins loksins loksins! En ég get trúað ykkur fyrir því að það er búið að kosta blóð svita og tár að ná fram einum gæðatónleikum.! púff! Eilífðarþrældómur að kenna þessum ungu dömum. En ég hlakka rosa til að fara með þær til kóngsins Kaupinhavn, Malmö og Lundar. Yndisleg tilhugsun. Síðasta æfingin í dag og svo brennum við á laugardagsmorgun.
a presto
Giovanna

Engin ummæli: