föstudagur, apríl 30, 2004

Ja hérna góðu hálsar, samt ekki búin að gleyma að blogga bara búin að vera í fríi. Eiginlega bara svona óvart. Setti ekki tölvuna í samband fyrr en tja í fyrradag og komst þá að því að það var eitthvað að lyklaborðinu. Og vitiði hvað ég gerði þá? Ég fékk bara hana Maríu erkiengil til að koma og hjálpa mér. María er sko vinkona mín og er kerfisfræðingur og kann allt allt allt. Þegar að ég fer í kerfi þá hringi ég í hana og hún greiðír úr flækjunni. Takk fyrir elsku besta María mín! Það biðu mín mörg hundruð ímeilar og mest allt ruslpóstur. Sem er auðvitað spæling... Annars er ég bara að setja mig í Ítalíugírinn þessa dagana því ég er farin að hlakka geggt til að skreppa þangað. Þarf að lappa upp á ítölskuna áður en ég fer...mamma mía! Here I go again. Annars ekkert spes nema auðvitað nýja húsið og það er eitthvað svo öðruvísi gaman hér í Via Rossa. Allt þetta pláss og víðáttubrjálæði sem ég er búin að vera með. Og vitiði hvað er langskemmtilegast! Jú. Eyjan. Það er komið nýtt bragð af öllum matnum mínum. Eitthvað aðeins betra. Svo setti ég niður fræ í sandkassann hér úti og vonast til að komi Lollo Rosso (en ekki hvað) og Ruccola og fleira gott með sumrinu. Nammi namm. En þetta kemur sumsé í smáskömmtum. Lífið hefur fengið nýja mynd hjá mér. Meira svona einsog litmynd. Hætt að hjóla í nákvæmlega sama hjólfarinu.

En meira seinna

a presto

Giovanna Rossa