föstudagur, desember 16, 2005

Jæja,

ég missti eiginlega af afmælinu hennar Önnu Axels en sem betur fer ekki alveg. Hitti síðustu manneskjurnar og náði að smakka á öllum sortum og skoða ljóðin og lausavísurnar sem ortar höfðu verið af þessu tilefni. En gaman. Til hamingju með afmælið í gær Anna mín. Var með drengina á Grund og þeir sungu einsog englar. Það var sérstaklega gaman og dásamlega afslappaður og fallegur söngur hjá þeim. Gísli Magna spilaði undir og var magnaður. Svo voru Stúlknurnar mínar að syngja líka. Þær sungu vel, þótt þær hafi verið smástund í gang í upphituninni um daginn. Þær eru orðnar svolítið þreyttar á jólastressinu þessar elskur. En það sem þær eru búnar að vera duglegar að syngja. Annars allt í fjöri og nú er það julefrokost hjá Nýja söngskólanum sem bíður.

Og að lokum;
Your results:
You are Superman
Superman
80%
Spider-Man
80%
Wonder Woman
80%
Green Lantern
80%
Iron Man
80%
The Flash
75%
Robin
70%
Hulk
60%
Supergirl
60%
Catwoman
40%
Batman
0%
You are mild-mannered, good,
strong and you love to help others.
Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...


A presto

Giovanna

miðvikudagur, desember 14, 2005

Jæja,
nú er aðeins að róast í jólasöngnum og þá er hægt að fara að jólast eitthvað. Ég á bara eftir að æfa með Kór Bústaðakirkju fyrir jólasöngvana,og syngja á jólatónleikum Tónskóla Þjóðkirkjunnar, láta lillurnar syngja á jólafundi og drengina fyrir elliheimilið Grund og svo er það götumessan með léttunum. Já og svo eru það jólakvöldgestirnir hjá Jónasi, við Ragnheiður Gröndal og Léttsveitin í smækkaðri mynd tókum upp músíkina í gær og viðtalið verður seinna. Ég meina þetta tekur enda. Mesta stressið búið amk. Þá er að klára að búa til jólin. Kaupa gjafir fyrir börnin og gera jólalegt. Á ég að fara að baka eitthvað? Þyrfti að fá Helgu Har í Sörugerð og athuga hvort þær verði fallegri í ár en síðasta. Búin reyndar í laufabrauði með múttu og HIldigunni,Gumma Skúla og pabba sem var æðislega skemmtilegt. Svo verð ég að baka kardemommubrauð eftir eldgamalli danskri uppskrift, þar sem eru notuð egg og mjólk og sykur auk kardemommu, hveitis og gers. Svo er bara að finna balansinn á milli. Það er svo mikilvægt að hafa réttan balans.. Hæ-uuu.

A presto

Giovanna Valgardi

sunnudagur, desember 11, 2005

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1.búa eitt ár á Ítalíu
2.gera fleiri cd-a
3.semja mín eigin lög
4.halda klassíska tónleika
5.fara til Ameríku
6.fara til Afríku
7.fara til Ástralíu

Sjö hlutir sem ég get gert

1.sungið altinn
2.leikið mér í eldkhúsinu
3.talað alltof hátt
4.sofnað á mitt græna
5.grenjað úr hlátri
6.borðað góðan mat
7.það er alltaf verið að stjórna kórum

Sjö hlutir sem ég get alls ekki gert

1.munað hvar ég setti gleraugun
2.eða lyklana
3.raðað nótum
4.hlaupið lengur en í tíu mínútur
5.náð mér í mann
6.haldið út heilsuátaki
7.opnað bílskúrshurðina


Sjö frægir sem heilla

1.Bryn Terfel
2.Antony Hopkins
3.Judy Dench
4.Celcelia Bartoli
5.Kristinn Sigmundsson
6.Hans Hotter
7.Glenn Gould


Sjö hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur

1.Bros
2.Húmor
3.Hlátur
4.Persónuleiki
5.Hógværð
6.Röddin
7.Músíkalitet

Sjö setningar sem ég nota mikið

1.Veriði róleg
2.Þögn
3.horfiði á mig
4.ha? hvað sagðirðu
5.sjaka sjaka
6.hvar eru gleraugun mín
7.Jibbíkóla

Sjö hlutir sem ég sé

1.Gumma
2.borð
3.sjónvarpið
4.kerti
5.Esjuna
6.jólaljós
7.fartölvuna

Sjö manneskjur sem ég ætla að klukka

1.þig
2.Hrafnkel
3.Gumma
4.Syngibjörgu
5.Vésí
6.Ingib.Marg.
7.Sillu