miðvikudagur, desember 14, 2005

Jæja,
nú er aðeins að róast í jólasöngnum og þá er hægt að fara að jólast eitthvað. Ég á bara eftir að æfa með Kór Bústaðakirkju fyrir jólasöngvana,og syngja á jólatónleikum Tónskóla Þjóðkirkjunnar, láta lillurnar syngja á jólafundi og drengina fyrir elliheimilið Grund og svo er það götumessan með léttunum. Já og svo eru það jólakvöldgestirnir hjá Jónasi, við Ragnheiður Gröndal og Léttsveitin í smækkaðri mynd tókum upp músíkina í gær og viðtalið verður seinna. Ég meina þetta tekur enda. Mesta stressið búið amk. Þá er að klára að búa til jólin. Kaupa gjafir fyrir börnin og gera jólalegt. Á ég að fara að baka eitthvað? Þyrfti að fá Helgu Har í Sörugerð og athuga hvort þær verði fallegri í ár en síðasta. Búin reyndar í laufabrauði með múttu og HIldigunni,Gumma Skúla og pabba sem var æðislega skemmtilegt. Svo verð ég að baka kardemommubrauð eftir eldgamalli danskri uppskrift, þar sem eru notuð egg og mjólk og sykur auk kardemommu, hveitis og gers. Svo er bara að finna balansinn á milli. Það er svo mikilvægt að hafa réttan balans.. Hæ-uuu.

A presto

Giovanna Valgardi

Engin ummæli: