fimmtudagur, október 30, 2003

Góðu hálsar og hálsakot, það er allt við þetta sama hérna. Það gerist svosem ekki svo mikið svona frá degi til dags.Búin reyndar að vera að skrifa undir samning á Rauðagerði og svo erum við að setja Diabolus diskinn á sölu. Það má þá bara hafa samband við mig eða einhvern úr hljómsveitinni. Reddaði mér miða á Kiri Te um daginn eða Kiwi Te Kannáða einsog hún var kölluð um árið. Hlakka til að heyra hvernig röddin hennar hefur þróast. Ég stúderaði um tíma hjá sama kennara og hún var hjá. Það var á Lundúnaárið mitt þarna 87-88. Sú kona hét Vera Rozsa eða ég man ekki lengur hvernig eftirnafnið var skrifað en ég man að tíminn var alveg rosalega dýr hjá henni. Ein vinkona mín sem var líka hjá henni var alltaf svo stressuð þegar hún var í tímum að einhverju sinni þegar að Vera kom aðeins við hana. Hún var sjálfsagt að kanna stuðninginn, þá datt þessi vinkona ( sem var reyndar frá Kanada) mín undir flygilinn. Henni varð svo mikið um að hún fór aldrei aftur í tíma til hennar. Sorgarsaga.


a presto
Giovanna

mánudagur, október 27, 2003

Góðan daginn góðu hálsar og hálsakot. Hér er allt við þetta sama takk fyrir. Maður er gjörsamlega endurnærður eftir helgina. Fór í matarboð með starfsfólki Bústaðakirkju á föstudagskvöldið. Og svona líka góður matur. Nammi namm. Og allir svo glaðir og góðir. Á laugardaginn var Drengjakórinn með Oddfellow partí og lítill hluti Léttsveitarinnar skemmti þar ásamt fleirum. Það var nú meiri góði gírinn á öllum þetta kvöldið. Hápunktur helgarinnar var svo hollenski píanóleikarinn og snillingurinn Gerrit Schaoul nei þetta örugglega vitlaust skrifað, hann er bara með svo erfitt eftirnafn en það má guð vita að drengurinn spilar einsog engill. Ég varð sumsé alvarlega ástfanginn af honum þarna í gær. Svo vorum við Gummi eitthvað að baxa á sunnudagskvöldið. Hann missti eina tönn þessi elska og setti hana undir koddann til vonar og vara þótt hann segðist vera löngu hættur að trúa á tannálfinn. Svona er lífið inná milli. Dans á rósum.

A presto

Giovanna