fimmtudagur, júlí 22, 2004

Elskurnar mínar, hálsakot og Albert!

Ég er komin með appelsínuflekkótta fætur! Hvílík hörmung og möller! Fékk mér brúnkukrem í æðiskasti á leiðinni til Ítalíu í vor og hafði svo aldrei tíma til að bera þetta á mig. Fyrr en í gær. Sem aldrei skyldi verið hafa. Var í mestu rólegheitunum að bera á mig í  gærmorgun. Ætlaði nefnilega að tjalda buxnapilsi og fannst fæturnir bleikar og eitthvað hálf lummulegar. Vandaði mig æðislega við að bera á mig . Ætlaði virkilega að slá í gegn berfætt. Skyldi ekki hvað fólkið í Kringlunni og á öðrum opinberum stöðum sem ég rakst inná í gær,  horfði rosalega á eftir mér. Hélt kannski að ég væri svona lekker...Fyrr en í morgun. Þegar að appelsínuflekkirnir blöstu við mér. Kunniði annars ráð við þessu?

a presto
Giovanna
 


miðvikudagur, júlí 21, 2004

Góðir hálsar og hálsakot,

Gummi svaf í tjaldi með Hilmari vini sínum í fyrrakvöld. Þeir fengu að tjalda litla tjaldinu útí garði.  Drengirnir borðuðu kvöldmat inní tjaldi og svo voru þeir að spjalla og lesa Andrésblöð og borða popp í tjaldinu frameftir öllu. Þeir vöknuðu kl sex og voru búnir að vera vakandi í góða tvo tíma áður en ég vaknaði. Ofsa kátir og glaðir. Fengu svo að fara einir í strætó í gamla skólann sinn Austó og vera á flakkinu í bænum í gær.  Gummi er kominn á sitt fyrra unglingaskeið finnst mér. Hann hætti ekki að nölla fyrr en hann fékk minn síma ( sem var gamli síminn hennar Hildigunnar)  og ég fékk aftur gamla símann minn ( sem er hálfónýtur ) síðan fékk hann 500 króna inneign og var að panta ný lög í símann sinn og var alsæll frameftir kveldi. Samþykkti að hjóla með mér í Elliðárdalinn og fara með léttunum í göngutúr, en var orðinn ansi þreyttur um sjöleytið svo við fórum í göngutúrinn fyrr og hittum engar Léttur, mér til leiðinda. Drengurinn var sofnaður fyrir tíu og sefur enn. Vildi ég væri níu líka... 

a presto
Giovanna

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Jæja var ég að klúðra blogginu.. Reyndu aftur og góðan daginn góðir hálsar og Albert minn franski! Ég var að koma af hjara veraldar. Segi og skrifa hjaranum, því ég fór alla leið á Melrakkasléttuna fögru. Ó hvilík náttúruperla. Ég held ég verði ekki söm eftir þessa góðu ferð.
Amen....Hér kemur uppskrift af fjallagrasabrauði og maður getur td. fengið sér fjallagrösi í gönguferð frá Hólmatungum til Hljóðakletta. Je beibs maður er nú búin að leggja ýmislegt á sig í sumar!!
 
Fjallagrasabrauð
 
1 lúka af fjallagrösum
1/2 líter af mjólk eða léttmjólk
1 msk af púðursykri
1 tsk salt
1 pakki af pressugeri
2 lúkur af haframjeli
sett í hrærivélina eftir að mjólkin hefur verið hituð í örbylgju í eina mínútu. Þá er bætt við hveiti þar til deigið er orðið mjúkt sem barnsrass.
 
bakað eftir að deigið hefur hefast þar til bakað...
 
a presto
Giovanna