þriðjudagur, júlí 20, 2004

Jæja var ég að klúðra blogginu.. Reyndu aftur og góðan daginn góðir hálsar og Albert minn franski! Ég var að koma af hjara veraldar. Segi og skrifa hjaranum, því ég fór alla leið á Melrakkasléttuna fögru. Ó hvilík náttúruperla. Ég held ég verði ekki söm eftir þessa góðu ferð.
Amen....Hér kemur uppskrift af fjallagrasabrauði og maður getur td. fengið sér fjallagrösi í gönguferð frá Hólmatungum til Hljóðakletta. Je beibs maður er nú búin að leggja ýmislegt á sig í sumar!!
 
Fjallagrasabrauð
 
1 lúka af fjallagrösum
1/2 líter af mjólk eða léttmjólk
1 msk af púðursykri
1 tsk salt
1 pakki af pressugeri
2 lúkur af haframjeli
sett í hrærivélina eftir að mjólkin hefur verið hituð í örbylgju í eina mínútu. Þá er bætt við hveiti þar til deigið er orðið mjúkt sem barnsrass.
 
bakað eftir að deigið hefur hefast þar til bakað...
 
a presto
Giovanna

Engin ummæli: