miðvikudagur, júlí 21, 2004

Góðir hálsar og hálsakot,

Gummi svaf í tjaldi með Hilmari vini sínum í fyrrakvöld. Þeir fengu að tjalda litla tjaldinu útí garði.  Drengirnir borðuðu kvöldmat inní tjaldi og svo voru þeir að spjalla og lesa Andrésblöð og borða popp í tjaldinu frameftir öllu. Þeir vöknuðu kl sex og voru búnir að vera vakandi í góða tvo tíma áður en ég vaknaði. Ofsa kátir og glaðir. Fengu svo að fara einir í strætó í gamla skólann sinn Austó og vera á flakkinu í bænum í gær.  Gummi er kominn á sitt fyrra unglingaskeið finnst mér. Hann hætti ekki að nölla fyrr en hann fékk minn síma ( sem var gamli síminn hennar Hildigunnar)  og ég fékk aftur gamla símann minn ( sem er hálfónýtur ) síðan fékk hann 500 króna inneign og var að panta ný lög í símann sinn og var alsæll frameftir kveldi. Samþykkti að hjóla með mér í Elliðárdalinn og fara með léttunum í göngutúr, en var orðinn ansi þreyttur um sjöleytið svo við fórum í göngutúrinn fyrr og hittum engar Léttur, mér til leiðinda. Drengurinn var sofnaður fyrir tíu og sefur enn. Vildi ég væri níu líka... 

a presto
Giovanna

Engin ummæli: