fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Jæja nú eru prófkjör í öllum flokkum. Mikið stuð hjá þeim. Ég er alltaf að verða lélegri og lélegri í pólitíkinni. Á erfiðara með að standa með einum flokk frekar en öðrum. Og eftir því sem ég þekki fleiri, finnst mér skipta minna máli hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þetta snýst einhvern veginn um önnur gæði. Þetta er kannski einsog með músíkina. Ég get ekki sagt hvort mér líkar betur klassík, eða jazz eða latino, eða popp. Þetta er meira spurning um að músísera. Mig langar að kjósa fólk úr öllum flokkum ekki flokkana á þing..

a presto

Giovanna

þriðjudagur, október 31, 2006

Og ég lifði af og það bara alveg ágætlega. Brunaði heim á laugardagskvöldinu og missti af öllu djamminu. Ég er nú farin að missa af skuggalega mörgum djömmum og það er reyndar alveg ágætis tilbreyting í því. Annars var ég með tvær messur á sunnudaginn og fund á eftir seinni messu. Nú er ég að reyna að brýna fólk í ferð til Barcelona í vor með stúlkna-og kammerkórinn. Það verður alltaf að vera góð gulrótarending á kórstarfinu. Je je je. Var annars í mestu rólegheitum að borða í gær í hádeginu í hjarta borgarinnar, miðbænum, þegar hringt var og dóttir mín í símanum. Jarðarför eftir fjórar mínútur og ég mátti stökkva af stað og hendast í Bústaðakirkju og kom inn í þriðju hendingu í fyrsta sálmi. Iiiiii alltsaa. Algjör bömmer og hundfúlt en redddaðist þannig séð. Eins gott að ég var í kórnum en ekki í einsöngnum. Vinkona mín Signý var einsöngvari og tók Faðir vorið með trompi. Það sem stelpan getur sungið vel..Úps og tvær farir á eftir, eins gott að koma ekki of seint


a presto

Giovanna