þriðjudagur, október 31, 2006

Og ég lifði af og það bara alveg ágætlega. Brunaði heim á laugardagskvöldinu og missti af öllu djamminu. Ég er nú farin að missa af skuggalega mörgum djömmum og það er reyndar alveg ágætis tilbreyting í því. Annars var ég með tvær messur á sunnudaginn og fund á eftir seinni messu. Nú er ég að reyna að brýna fólk í ferð til Barcelona í vor með stúlkna-og kammerkórinn. Það verður alltaf að vera góð gulrótarending á kórstarfinu. Je je je. Var annars í mestu rólegheitum að borða í gær í hádeginu í hjarta borgarinnar, miðbænum, þegar hringt var og dóttir mín í símanum. Jarðarför eftir fjórar mínútur og ég mátti stökkva af stað og hendast í Bústaðakirkju og kom inn í þriðju hendingu í fyrsta sálmi. Iiiiii alltsaa. Algjör bömmer og hundfúlt en redddaðist þannig séð. Eins gott að ég var í kórnum en ekki í einsöngnum. Vinkona mín Signý var einsöngvari og tók Faðir vorið með trompi. Það sem stelpan getur sungið vel..Úps og tvær farir á eftir, eins gott að koma ekki of seint


a presto

Giovanna

Engin ummæli: