föstudagur, ágúst 20, 2004

Halló hálsar góðir! Búin að taka upp heilan cd með snillunum Öllu og Tomma og einum Eiríki hraða sænskum gæðatrommara. Það verður Lágnætti. Svo skemmti ég mér óskaplega vel í gær á Happy End, og þar stóð uppúr stjarna kvöldsins hún Vala Guðnadóttir, mágkona hennar Jóhönnu Guðmundu frænku minnar. Strákarnir voru misgóðir en Sigtryggur Baldurssson lék býsna vel og setti þokkalega svip á sýninguna. Stelpurnar voru betri, svona sönglega séð en strákarnir voru sætari.... Nema hvað. Janet hin enska vinkona og píanóleikari frá Huddersfield en væntanleg í kvöld og í fyrramáli ætla ég að skreppa norður á Hólmavík og vita hvort það eru einhver ber þarna á Ströndunum.


a presto
Giovanna Rossa