fimmtudagur, desember 18, 2003

Ó yndislegu hálsar og hálsakot! hvernig hafiðiða? Jú, jú, ég er alltaf að syngja eða láta fólk syngja. Strákarnir litlu í drengjakórnum mínum komu tvisvar fram í gær, mér til mikillar ánægju og sungu líka svona fallega. Ég var satt best að segja ekki viss um ég hefði unnið vinnuna mína þarna á mánudaginn þegar þeir sungu. En það var sennilega vegna þess að þá voru konurnar þeirra að hlusta á þá og þeir ekki alveg til í það að vera alltaf að horfa á mig og brosa til mín .. skiljiði. Þannig að í staðinn horfðu þeir voða mikið á tærnar á sér og voru frekar svona alvarlegir. En það var nú þá og eftir sönginn í gær er ég alveg búin að fyrirgefa þeim. Svo bara heldur maður áfram að reyna að gera eitthvað fyrir jólin. Meira hvað maður er nú annars duglegur. Bakaði meirað segja Siggu Beinteins kökur um daginn og ég sem er ekkert rosalega hrifin af hennar söng. Það er sennilega Jói sæti Fel græjukall sem heillar mig meira. Og talandi um græjur. Bíllinn minn er alveg að gera mig gráhærða. Alltaf eitthvað nýtt. Hurðin, læsingin, kveikjan, jú neim it. Ég er meirað segja alvarlega að huxa um að fá mér mann núna til að redda dæminu, helst bifvélavirkja, næst smið sem hefur vit á vélum. Jæja, maður fer þá bara að æfa kórinn.

a presto
Giovanna Rossa