föstudagur, nóvember 26, 2004

Góðir hálsar!

Þetta náttúrlega gengur ekki. Haldandi út bloggsíðu. En nú er ég líka komin með heimsíðu www.vortex.is/johanna og mæli bara með að þið kíkið á hana. Hugsanirnar tengjast lágnættinu óneitanlega þessa dagana. Og þó. Það varð smápása eftir að ég dreifði fyrstu 500 eintökunum og nú rétt áðan bættust við 1000 stykki þannig að ég fékk nettan magasting. Halda áfram . Söng á miðvikudagskvöldið síðasta á útgáfuhátíð Sölku sem var bæði fjölmenn hátíð og skemmtileg. Þar var lesið upp úr mörgum skemmtilegum og áhugaverðum bókum og ég fékk ma. Hinsegin hollráð fyrir svoleiðis karlmenn og er búin að skemmta mér heil ósköp yfir lestri hennar. Aðrar spennandi bækur var Rigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur sem mig langar helst til að lesa í dag í rigningunni. Skemmtilegur pistill inná Sölku eftir Kristinu Ómarsdóttur.

Hin árlega aðventuhátíð í Bústaðakirkju verður á sunnudaginn. Mín 100 börn og unglingar munu syngja og leika jólalög og svo mun Kirkjukórinn syngja eina litla sæta Bach kantötu. Nú kemur heimsins hjálparráð. Ég kemst í algjört jólaskap strax á sunnudagskvöldið og er búin að taka upp aðventukransinn.

og svo segi ég og skrifa
a prestissimo

Giovanna Valgardi