sunnudagur, júlí 16, 2006

En sumsé,

bara róleg í dag, var hálf lömuð í gær eftir að ég frétti að vinkona mín hefði lent í alvöru íslenskum bófa sem réðist inní búðina hennar og sló hana Hún hjólaði í kallinn og náði númerinu þannig að hann náðist...Hún nattúrlega bara hetja. Dio mio. Svo var bara venjulegur sunnudagur og engin messa. Þær komu Ásta og Hildigunnur, Skúli í vinnunni og við grilluðum lærisneiðar og bjuggum til kartöflusalat og svona. Litla famelían að tjilla. Guðmundur bróðir hringdi svo uppúr hádegi og bauð mér í golfhring og ég náttúrlega dreif mig með honum og Ingu og það var fantalega gaman. Miklu skemmtilegra en að æfa sig á básum. Var svo í rólegheitunum útí garði að lagfæra arfabeðin þegar ég mundi allt í einu eftir jarðarför sem ég á að syngja í á morgun og þá átti ég eftir að redda texta og hringja í organistann og svona. ... en...Svo fer ég til Tyrklands ekki á morgun heldur hinn. Dimmalimm.

a presto

Giovanna