fimmtudagur, júlí 08, 2004

Góðan daginn góðir hálsar fyrst að sólin skín ekki þá er eins gott að vera bara við tölvuna í smátíma. Ekkert sérstakt bara allt ágætt dag. Ég er búin að vera hér með góða gesti. Fyrst kom hún Íris við Vatnið, Iris Dell'Acqua, gamall kennari minn frá London og Manchester. Ég hef ekki hitt hana í fimmtán ár og var búin að gleyma hvað hún er skemmtileg. Svo ótrúlega vill til að hún er með annan íslenskan nemandi og er sú einnig Þórhallsdóttir og heitir Björg. Hún er ættuð frá Akureyri og fór reyndar einnig til Manchester í sama skóla og ég. En nb! við þekktumst ekkert. Svo var ég fyrir hvað tveimur eða einu ári í London og hitti þessa Björgu í veislu nokkurri og fer að ræða við hana og viti menn er hún ekki í tímum hjá henni Irisi. Svona er heimurinn lítill. Jæja, en ég sýndi henni Iris dómana sem ég hafði nýlega fengið senda frá Olgu vinkonu minni um Léttsveitartónleikana í Piacenza og hún hafði hreinlega aldrei séð eins fína dóma. Svo ég spyr... er eitthvað í gangi? Annars var æðislegt kvöld með Elsu vinkonu en við fórum að lokum í gufubað á sænska vísu sem ég hef ekki kynnst fyrr.. Nánar um það síðar. Gummi þarf að komast í tölvuna.


a presto

Giovanna

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Góðir hálsar, góðan dag, ég komin úr einni af þessum skemmtilegu ferðum vestur til Ísafjarðar. Ég hóf ferðina á miðvikudaginn og fór á fjórum tímum í Vatnsfjörð á Barðaströndinni.(..ég er svo röskur dræver.) Þar hófst mikið fjör í húsi Jóns Baldurs Blúsmanns og smám saman fylltist húsið af Blúsmönnum og bínum,öðru skemmtilegu fólki og góðum mat og víni og söng. Tónleikar haldnir á útipalli og farið í pott með berum bleikum mönnum og ég legg ekki meira á ykkur...Þá var ferðinni heitið á Ísafjörð og alltaf einhvern veginn blíðskaparveður þar. Ekki var leiðinlegt í Kúabúinu enda hefur það aldrei verið svo og við beint í saltfiskverkun og jú húsið fylltist af saltfisktónlistarmönnum og matreiðslufólki og áfram var sungið og spilað og borðað og drukkið og fjörið hélt áfram í Tjöruhúsinu á laugardeginum. Alltaf svolítið erfitt að lenda eftir svona gleði gleði gleði. En sem betur fer er Elsa nokkur Hansen vinkona mín búsett í Svíþjóð að koma svo það er alls ekki víst að ég þurfi að lenda...já og hún Iris við Vatnið gamli kennarinn minn að mæta frá Lundúnum í dag. Eins gott að gleyma ekki að syngja í jarðarförinni uppúr hádegi. Nei ég segi svona....
a presto

Giovanna