laugardagur, nóvember 05, 2005

Lúxus að þurfa ekki að vakna fyrr en níu góðir hálsar . Munar svona svakalega um þennan eina og hálfa tíma. Hann Gummi er náttúlega í vetrarfríi þessa viku. Nema hvað, þegar ég vakna á morgnana eru fastir liðir að tékka aðeins á röddinni. Er hún þarna ennþá? Og viti menn, þarna var hún blessunin í gær ósköp hás og þreytuleg amk. í fyrsta tékki, svo ég fékk mér góðan slurk af sterku og góðu kaffi áður en ég hélt út í söngtíma til hans Jóns Þorsteinssonar, en þaðan kom ég gjörsamlega ný manneskja allt hæsi á bak og burt og Exurientes hans Bachs á heilanum. Ég dreif mig heim í kotið og ætlaði eiginlega að vera ótrúlega dugleg að gera voða mikið. Þrífa og bóna og pússa, en komst svo að þeirri frábæru niðurstöðu að ruslið hleypur ekki frá manni og sá að ef ég myndi ekki nota þennan dag til þess að hvíla mig og tjilla svolítíð með Gumma þá væri ég komin í stresskast dauðans. Settist svo við þennan líka yndislega flygill hennar Steinku og gleymdi mér til tvö. En þá var líka komið að því að fara með Gumma og kaupa föndurdót og fara með hannn í spilatíma og svona og til að gera langa sögu stutta þá endaði þessi dagur á heimalöguðum karamellum og idolglápi og arineldi. Nei ég sagði ekki rauðvínsglasi og kertaljósi. Vaknaði svo aftur bara klukkan níu og tiltölulega tilbúin til að hitta strákana, drengjakórinn minn blessaðan. Sungum svo nokkur skemmtileg lög og ákváðum að skella okkur í ferðalag í vor. Er það ekki tilvalið að hafa smá gulrót, svo amk. strákarnir mæti aðeins betur..

a presto

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Brauðið sem er að hefast...góðir hálsar er sisvona

2 1/2 dl ab mjólk
2 1/2 dl sjóðandi vatn
einn poki þurrger
tsk salt
slatti ólívuolía
4 kardimommur
haframjöl
kókosmjöl
hveiti
2 lúkur af ýmsum fræum, hörfræ..sesam,og eitthvað svona...

annars allt í fínu og flygillinn flotti sem ég mun geyma í tvö ár er nýstilltur og ku vera frá 1912 og fyrsti flygillinn hennar Þórunnar Askenasí og ég legg ekki meira á ykkur í dag

a presto
Giovanna

mánudagur, október 31, 2005

Og hvar voru svo gleraugun, góðir hálsar?

Í gærkveldi eftir erfiða helgi kveikti ég á þessari líka frábæru gufu og við Gummi ákváðum að taka eitt gufubað fyrir svefninn. Ég meina búin að vera löng helgi, messugiggin tvö með alla kórana, síðan síðasti yfirlestur yfir coverið á og að lokum la grande familia í sunnudagsmatnum, þannig að gufan var þá þetta eina sem var hægt að enda þennan dag á og hvað sé ég.. .Gleraugun lágu þar og biðu eftir að ég myndi sjá þau... Gummi var reyndar á undan, enda ég búin að lifa hálfu lífi síðan síðasta gufa var tekin. Almáttugur... maður er gjörsamlega orðin sjónlaus og ekki batnar það ef heyrnin er að fara líka...


a presto

Giovanna

sunnudagur, október 30, 2005

Góðan daginn góðir hálsar, bara vöknuð snemma, því upp er runninn messudagurinn mikli. Tvær messur í dag með börn og unglinga af öllum stærðum og gerðum. Svo er hún Sadolin danska með námsskeið í næsta húsi F.Í.H. Ég reyndi aðeins í gær að kíkja á hana, náði Páli Óskari sem sjarmeraði alla í kringum sig, en þurfti svo að hverfa af vettvangi til að æfa með Signýju og Bjarna útaf sætu fimmtugsafmælisgiggi hjá henni Elsu skíðadrottningu. Þetta var heljarinnar kvennaboð, hálft Þjóðleikhúsið mætt, sýndist mér. Enduðum svo kvöldið á Einari Ben í æðislega gómsætum saltfiskrétti. Já svo eru það loka loka loka handtökin á Léttsveitardiskinum í dag..Þetta tekur allt sinn tíma.Spennandi að sjá hvernig þetta endar...

a presto

Giovanna