mánudagur, október 31, 2005

Og hvar voru svo gleraugun, góðir hálsar?

Í gærkveldi eftir erfiða helgi kveikti ég á þessari líka frábæru gufu og við Gummi ákváðum að taka eitt gufubað fyrir svefninn. Ég meina búin að vera löng helgi, messugiggin tvö með alla kórana, síðan síðasti yfirlestur yfir coverið á og að lokum la grande familia í sunnudagsmatnum, þannig að gufan var þá þetta eina sem var hægt að enda þennan dag á og hvað sé ég.. .Gleraugun lágu þar og biðu eftir að ég myndi sjá þau... Gummi var reyndar á undan, enda ég búin að lifa hálfu lífi síðan síðasta gufa var tekin. Almáttugur... maður er gjörsamlega orðin sjónlaus og ekki batnar það ef heyrnin er að fara líka...


a presto

Giovanna

Engin ummæli: