sunnudagur, október 30, 2005

Góðan daginn góðir hálsar, bara vöknuð snemma, því upp er runninn messudagurinn mikli. Tvær messur í dag með börn og unglinga af öllum stærðum og gerðum. Svo er hún Sadolin danska með námsskeið í næsta húsi F.Í.H. Ég reyndi aðeins í gær að kíkja á hana, náði Páli Óskari sem sjarmeraði alla í kringum sig, en þurfti svo að hverfa af vettvangi til að æfa með Signýju og Bjarna útaf sætu fimmtugsafmælisgiggi hjá henni Elsu skíðadrottningu. Þetta var heljarinnar kvennaboð, hálft Þjóðleikhúsið mætt, sýndist mér. Enduðum svo kvöldið á Einari Ben í æðislega gómsætum saltfiskrétti. Já svo eru það loka loka loka handtökin á Léttsveitardiskinum í dag..Þetta tekur allt sinn tíma.Spennandi að sjá hvernig þetta endar...

a presto

Giovanna

Engin ummæli: