föstudagur, október 28, 2005

og bara byrjað að snjóa góðir hálsar!

Sem er reyndar ágætt þegar að maður er önnum kafinn við að finna jólalögin fyrir kórana sína. Það styttist skuggalega mikið í fyrsta aðventukvöldið. Og sei sei. Nema hvað að tilboðin streyma til manns þessa síðustu og bestu daga, eftir að kvikmyndin kórinn er svona gjörsamlega búinn að slá í gegn. Ég fékk tilboð um daginn um að verða kokkur á síldarbát sem gerir út frá Fáskrúðsfirði. Sem mér leist náttúrlega alveg ótrúlega vel á..ég meina tilhugsunin um að kokka ofaní 14 hungraða karlmenn hreinlega ótrúlega spennandi. Svo var ég ekkert að hugsa neitt meira um þetta tilboð þegar hringt var í gær og aftur í dag...Ég er náttúrlega algjör hálfviti að segja nei.. ég var eitthvað stressuð á að æla í pottana en nú dauðsé ég eftir þessu. En hver veit nema að maður taki næsta tilboði...


a presto Giovanna

Engin ummæli: