sunnudagur, október 23, 2005

jæja góðir hálsar og hálsakot. Hér sit ég nú með nýja fartölvu og er að reyna að læra á hana. Svolítið lengi að læra ég, en það verður bara að hafa það. Þessi dagur er annars búinn að vera góður. Vaknaði eldsnemma til að hlusta á nýja cd-inn sem Léttsveitin er að fara að gefa út og skældi svolítið oní kaffibollann af því mér fannst þetta allt svo yndislegt svona í morgunsárið. Svo gekk ég upp í Elliðárdalinn með Guggu Sigurjóns á meðan Gummi fór í morgunmessuna. Settist svo í kaffi með Guggu og við hlustuðum á diskinn. Svo komu ma og pa og gu og við hlustuðum enn á diskinn. Þá fór ég sjálf í messusöng uppí kirkju og að því loknu var fundur hér heima og í þriðja eða fjórða sinn hlustaði ég á diskinn og alltaf jafn gaman hjá mér. Og sennilega er hann bara tilbúinn núna... jibbíkóla... Nema hvað að Bogi,Linda, Óli, Stebbi og Kjartan komu hingað í sunnudagslærið ásamt Hildigunni, Skúla og Ástu og áttum við yndislega stund. E la vita a via Rossa sempre bella.

a presto
Giovanna

Engin ummæli: