mánudagur, september 15, 2003

Og aldeilis ekki góðir hálsar í dag, góðir hálsar. 'O nei. Guðmundur Þórir er komin með hálsbólgu. Ég hélt bara að drengurinn væri að reyna að losa sig undan saxófóntímanum, en Nei. Ég kíkti í hálsinn og hann var eldrauður. Enginn saxófóntími. Ó nei. . Jæja en. Fyrsti í kveðjukaffi var í gær. Þá komu Bekka og Eyjó, Inga og Mummi, Þórir og Solla, afi og amma og Jóa og Guðni og Nikulás, sem var ekki hás. Parísardaman kveður Ísland. Og 'Ísland kveðjur Parísardömuna. Ég spái annarsamri viku. Kaffiuppáhellingur á hverjum degi. Það vill svo vel til að hér eru allir skápar fullir af úrvalskaffi sem Parísardaman ætlaði að selja fyrir kórinn sinn. Þessi sölumennska hefur alltaf komið sér vel á þessu heimili. Hér er klósettpappír sem dugar fram yfir jólin. Skæri í hverri skúffu. Og að ógleymdum tonnum af þvottalegi fyrir klósett, rúður, bekki og borð. Maður er heppin að þurfa ekki að kaupa svona hluti í bónus. Nema hvað. Ég spái að fólk eigi eftir að líta inn hér á Fjölnisveginn og kveðja litla farfuglinn. Það er svo spennandi að fara til Parísar. Get ekki beðið eftir að komast í fyrstu helgarferðina.

a presto

Giovanna

sunnudagur, september 14, 2003

Góðir hálsar góðan daginn. Og landið rís svona smám saman. Lenti í klemmu í gærkveldi. Dagurinn hafði liðið friðsamlega, einsog venjulega. Ég svona ennþá að jafna mig eftir flensuna. Hitti Gottu og Pál Torfa fyrir hádegi. Við vorum að undirbúa næstu helgi, en þá mun gömul plata Draumur á Jónsmessunótt með Diabolus In Musica verða endurútgefin. Ekki laust við að maður sé búin að vera á nostalgiuflippi síðustu daga. Annars sagði Hildigunnur að ég væri búin að vera á þessu flippi síðustu fjögur árin á meðan hún hefur verið í MH. Skrapp svo aðeins til Kötlu og Harðar seinni partinn, sem voru að flytja í þetta líka dásamlega raðhús á Túngötunni. Ég var svo óheppin (not) að koma ákkúrat þegar var búið að tæma alla bílana, en mér leið samt einsog ég hefði hjálpað þeim hjónum að flytja og skemmti mér með heilum blönduðum kór flutningamanna í tvo tíma eða svo. Nema hvað. Klemman sem ég byrjaði að tala um. Í gærkveldi eftir kvöldmatinn, þegar ég var búin að keyra Hildigunni í kveðjupartí kvöldsins (en það eru 6 dagar þangað til Parísardaman hverfur af landi brott), þá segir Guðmundur Þórir. " Mamma ég var aldrei búin að segjast ætla að læra á saxafón". En þennan sama morgun fór ég í Tónastöðina og keypti saxófónblöð og fyrstu bókina hans og alla síðustu viku erum við búin að vera að ræða fyrirhugað nám hans og svona. Ég reyndi nú bara að vera róleg og svaraði "Nú." Og svona hélt þetta áfram þangað til hann var orðinn frekar æstur. Í suttu máli endaði þetta þannig að ég þurfti að múta drengnum, því ekki ætla ég að gefast upp alveg strax. Ég þoli nefnilega ekki þegar að uppalendur segja alltaf strax. Jæja elskan,þú ræður. Ég held maður eigi að reyna að hafa smá vit fyrir börnunum. Og svo hækkaði ég vikupeninginn uppí 300 krónur og lofaði að kaupa nýja pakka af Júgeospilum eftir mánuð. Ég er svosem ekki viss um að þetta sé gott en má til að rifja það upp núna að þegar maður les ævisögur frægra tónlistarmanna að þeir (og þær) eiga flestar mæður sem hafa haldið þeim á brautinni frá barnsaldri. Hinn frægi Tortillier sellóleikari æfði sig aldrei nema að mamma hans segði. "Farðu nú að æfa þig, eða ertu búin að æfa þig?" Hún prófaði eina viku þegar hann var á unglingsaldri að sleppa þessum spurningum og hvað gerðist. Hann æfði sig ekki þá viku. Semsagt. Guðmundur fer í sinn fyrsta saxófón tíma á morgun.


a presto

Giovanna