mánudagur, september 15, 2003

Og aldeilis ekki góðir hálsar í dag, góðir hálsar. 'O nei. Guðmundur Þórir er komin með hálsbólgu. Ég hélt bara að drengurinn væri að reyna að losa sig undan saxófóntímanum, en Nei. Ég kíkti í hálsinn og hann var eldrauður. Enginn saxófóntími. Ó nei. . Jæja en. Fyrsti í kveðjukaffi var í gær. Þá komu Bekka og Eyjó, Inga og Mummi, Þórir og Solla, afi og amma og Jóa og Guðni og Nikulás, sem var ekki hás. Parísardaman kveður Ísland. Og 'Ísland kveðjur Parísardömuna. Ég spái annarsamri viku. Kaffiuppáhellingur á hverjum degi. Það vill svo vel til að hér eru allir skápar fullir af úrvalskaffi sem Parísardaman ætlaði að selja fyrir kórinn sinn. Þessi sölumennska hefur alltaf komið sér vel á þessu heimili. Hér er klósettpappír sem dugar fram yfir jólin. Skæri í hverri skúffu. Og að ógleymdum tonnum af þvottalegi fyrir klósett, rúður, bekki og borð. Maður er heppin að þurfa ekki að kaupa svona hluti í bónus. Nema hvað. Ég spái að fólk eigi eftir að líta inn hér á Fjölnisveginn og kveðja litla farfuglinn. Það er svo spennandi að fara til Parísar. Get ekki beðið eftir að komast í fyrstu helgarferðina.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: