laugardagur, júní 14, 2003

Góðan dag góðir hálsar þá er maður bara komin heim í heiðardalinn. Og alltaf jafn fegin þegar ég lendi. Samt er ég alls ekki lent. Yndislegir dagar í Köben, Malmö og Lundi. Vorum á frábæru og ódýru farfuglaheimili í Bellahój. Þetta er í fyrsta sinn sem ég gisti á slíkum stað og verður að segjast að það var ideal ekki síst fyrir krakkana. Maður var miklu afslappaðri fyrir vikið. Fyrir utan garður og lítið vatn. Engin umferð. Og allt svo hræódýrt. Aðeins 120 kall danskar fyrir fjórar nætur og dýrðarinnar morgunmat. IIII alsaa! Ekki spillti það fyrir gleði stúlknanna þegar síðasta kveldið eftir tónleika hafði heimilið fyllst af ungum dönskum drengjum og ítölskum. Brjáluð stemning það kveldið. Reynt var að fara út um glugga um nóttina en mistókst. Hápunktur ferðarinnar var söngur í Allhelgonakyrkan í Lundi. Falleg kirkja og yndislegur hljómur. Stelpurnar stóðu sig með stakri prýði og þrátt fyrir erfiða daga og ekki síst langan dag, sungu þær einsog englar þessar elskur. Svo var farið heim á miðvikudegi, sumir grétu og komið með síðustu vélinni. Og hvað haldiði að ég hafi keypt í flugvélinni á leiðinni heim? Hlaupamæli. Svolítið langt gengið ekki satt! Stilli inn skreflengd og þyngd og klukku og fer svo að ganga og veit hversu mörg skref ég hef gengið. Hversu mörgum kalóríum ég hef eitt. Og ekki síst hversu langt ég hef gengið. Snilldin ein.
Litli hringurinn er minni en ég hélt. Rétt tæpir 2 km. Smá sjokk en í dag fer ég aðeins stærri hring. Og svo hring eftir hring.
a presto
Giovanna