föstudagur, október 28, 2005

og bara byrjað að snjóa góðir hálsar!

Sem er reyndar ágætt þegar að maður er önnum kafinn við að finna jólalögin fyrir kórana sína. Það styttist skuggalega mikið í fyrsta aðventukvöldið. Og sei sei. Nema hvað að tilboðin streyma til manns þessa síðustu og bestu daga, eftir að kvikmyndin kórinn er svona gjörsamlega búinn að slá í gegn. Ég fékk tilboð um daginn um að verða kokkur á síldarbát sem gerir út frá Fáskrúðsfirði. Sem mér leist náttúrlega alveg ótrúlega vel á..ég meina tilhugsunin um að kokka ofaní 14 hungraða karlmenn hreinlega ótrúlega spennandi. Svo var ég ekkert að hugsa neitt meira um þetta tilboð þegar hringt var í gær og aftur í dag...Ég er náttúrlega algjör hálfviti að segja nei.. ég var eitthvað stressuð á að æla í pottana en nú dauðsé ég eftir þessu. En hver veit nema að maður taki næsta tilboði...


a presto Giovanna

miðvikudagur, október 26, 2005

hæ hálsar mínar,

er að leggjast í rúmið hreinlega með dúndrandi höfuðverk og kuldahroll og vesen. Var það kannski stutta pilsið á útifundinum á mánudag sem gerði útslagið. Einsog ég var eitthvað lekker...

leggst í rúmið með bók og hot tea

Upp upp mín sál og allt með geð

a presto

Giovanna

sunnudagur, október 23, 2005

jæja góðir hálsar og hálsakot. Hér sit ég nú með nýja fartölvu og er að reyna að læra á hana. Svolítið lengi að læra ég, en það verður bara að hafa það. Þessi dagur er annars búinn að vera góður. Vaknaði eldsnemma til að hlusta á nýja cd-inn sem Léttsveitin er að fara að gefa út og skældi svolítið oní kaffibollann af því mér fannst þetta allt svo yndislegt svona í morgunsárið. Svo gekk ég upp í Elliðárdalinn með Guggu Sigurjóns á meðan Gummi fór í morgunmessuna. Settist svo í kaffi með Guggu og við hlustuðum á diskinn. Svo komu ma og pa og gu og við hlustuðum enn á diskinn. Þá fór ég sjálf í messusöng uppí kirkju og að því loknu var fundur hér heima og í þriðja eða fjórða sinn hlustaði ég á diskinn og alltaf jafn gaman hjá mér. Og sennilega er hann bara tilbúinn núna... jibbíkóla... Nema hvað að Bogi,Linda, Óli, Stebbi og Kjartan komu hingað í sunnudagslærið ásamt Hildigunni, Skúla og Ástu og áttum við yndislega stund. E la vita a via Rossa sempre bella.

a presto
Giovanna