fimmtudagur, maí 12, 2005

Góðir hálsar

Í fyrramálið verður lagt af stað í fyrsta gigg hjómsveitarinnar Los latinos og verður það haldið í norsku Dölunum sem eru einhvers staðar norðan við Bergen. Nú er að vita hvort norsku dalirnir heilla okkur Tomma dalamenn, og Ómar hinn unga og efnilega gítarista Los latinos...
En í dag er verið að ganga frá þvotti og pakka niður og í kvellan fer ég að sjá Svik í Borgarleikhúsinu.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 11, 2005

Góðir hálsar...

Alltaf að klára eitthvað... Það er bara allsherjar hreingerningaræði þessa dagana. Í morgun sungu leikskólakennarar í Kópavogi í Smáralindinni og voru svo æðislega sætar og krúttaralegar. Svo dreif ég mig bara til tannlæknis og svo var það Halldór hinn frábæri einkaþjálfari sem lætur gamminn geysa og ég er svoleiðs með harðsperrurnar eftir tímana hjá honum... Sisssissisisi!

Og nú er það pörusteikin sem fer í ofninn og ma og pa og hi og skú koma og borða og svo er það Norge á föstudaginn.


A presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 10, 2005

Góðan daginn hálsakotin!

Allt einhvern veginn svo léttara þessa dagana. Ekki síst í dag þegar ég er loksins búin að fara til mr. Barðdal með skattmangögnin. Þótt fyrr hefði verið. Undirbý ferð til Noregs á morgun eða hinn. Í dag eru blessuð litlu börnin að fara að syngja og svo ætla ég að elda kjötsúpu með baunum. Men det finder vi ud af senere..

A presto

Giovanna