föstudagur, janúar 09, 2004

Halló halló
?i krakkar mínir, hálsakotin mín, hvað segiði?, Ég er orðin ein fúlasta á Fjölnisveginum, Ég segi það satt. Fékk ekki göngugifs. Segi og skrifa EKKI. Ég er hoppandi sumsé ennþá á vinstri. Hvar endar þetta? Orðin eitthvað svo fúl þið vitið. Húmorinn er fótbrotnaði líka. Þið ættuð bara að vita hvað það er flókið að þvo sér um hárið. Eða á milli tánna. Ég get ekki einu sinni tekið niður jólaskrautið. En það er bara flott. Gummi er alveg sáttur við jólaskrautið á afmælinu sínu sem verður 21. janúar. Ég fæ göngugifsið í fyrsta lagi 29.. Eins gott að fara að líma húmorinn saman fyrir þessar þrjár vikur. Haltur leiðir siðblindan.

a presto
Giovanna

þriðjudagur, janúar 06, 2004

jæja elsku hálsar og hálsakot. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!Ég hoppaði uppá þriðju á vinstri í morgun og tókst bara nokkuð vel. Komst heim á Fjölnisveginn. Gladdi mig heldur betur að komast heim og í tölvuna. Sem ég er búin að vera án yfir jólin. Já það var sumsé óheppin kona sem var að ganga heim í ófærðinni fyrir jól og hrasaði á svelli og fótbraut sig. Si svona. Bang og allt lífið stoppar. Og þó. Jólin komu og urðu ansi mikið öðru vísi en ég hafði planlagt. Bara rólegt. Heima hjá pa og mö. Einsog unglingurinn í skóginum. Alveg jafn frústreruð og þá og alveg eins notalegt og þá. Ekkert að elda ekkert að þvo, bara liggja uppí rúmi og lesa bækur. Nammi namm. Fékk þrjár bækur til að lesa. Einar Kára, Þráinn og hjerna hvað heitir hann Amsterdam höfundurinn McIan....Þráinn kom mér skemmtilega á óvart. Ég hætti ekki fyrr en bókin var búin og naut þess að lesa um æsku hans og lýsingarnar á skólunum og já öllum hans óförum. Hún var svo vel skrifuð og tilfinningarík sem mér fannst notalegt eftir töffarahúmorinn hans Einars Kára, sem var jú vissulega fyndinn, en mér fannst vanta dýptina og einlægnina í persónurnar hans. Eða þannig. Sú hin þriðja er í lesningu og fær dóma síðar. Jæja ég hef þetta ekki lengra að sinni. Og þó það var prófið sem ég tók hja Skúla


a presto
Giovanna