föstudagur, júlí 28, 2006

Dásamlegt að vera í sumarfríi. Engar áhyggjur. Engin streita. Bara börnin góðu og húsið og garðurinn og dalurinn og sundið. Fór í matarboð í gær og borðaði yndislegar hreindýralambasneiðar. Grillaðar. Þvílíkt lostæti.

Ítalir að koma í næstu viku, lið frá Piacenza. Ætla að leyfa þeim að gista hérna og fara kannski með þeim eitthvað útá land.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Halló halló, ég er komin heim í heiðardalinn. Tyrkland æðislegt, meiriháttar, magnað og dulúðugt. Tyrkirnir svona líka fyndnir og skemmtilegir, ókei svolítið ýtnir og leiðinlegir líka, en ég hafði búist einhvern veginn við að þeir væru allir eintómir HalimAlar..Stelpurnar voru færri og einhvern veginn týndar heima svolítið, bara nokkrar á stjái. Ein sem var fararstjóri og talaði eiginlega óskiljanlega ensku, önnur sem vann í supermarkaðinum og tvær hressar í mani og pedicurinu. Jú slatti vann við skúringar reyndar.Karlaveldi algjört einsog við mátti búast. Where is your husband? Fyrsta spurning alls staðar. Frábært kompaní algjörlega Vésí, Katla og Jakobína. Gengum undir nafninu spice girls á hótelinu. Þetta var letitúr algjör, fórum oft bara fyrir næsta horn að næra okkur.Líka dekurtúr, tyrkneskt bað og pedicure og manicure og nudd. Andlistsmaskar og hárklipping. Andlistnudd og kreistingur. Héldum til á hótelinu og lágum í sólbaði í nokkra daga. Það var útaf dotlu. Vorum að bíða eftir Dr. Mustafa sérlegum vini Kötlu. En hann var svo sætur og sjarmerandi að okkur var alveg sama. Svo var eitt ansi lummó. Við vorum vissar um að Silvía Nótt væri með okkur á hótelinu í einn og hálfan dag amk. Vorum ekki allar sammála. Tvær með og tvær á móti. Hún var svona flott og ljóshærð með síilikon,tattú og alles. Sumar voru vissar alveg í fimm daga, eða þangað til að kærastinn kallaði Herdís í áttina að henni..... Iii altsaa og maður búinn að smessa svolítið mikið á börnin að Silvía væri á hótelinu. Nema hvað enduðum þennan Tyrklandstúr á að sjá eitt af undrum veraldar Efesus borgina sjálfa og það var algjör upplifun. Hún var stórkostleg. Þarna sá maður bókasafnið, hringleikhúsið, þinghúsið, hóruhúsið, klósettin, markaðinn og ég veit ekki hvað og hvað... og eftir að hafa skoðað Efesus, fórum við að húsi Maríu Guðsmóður, rétt við rústirnar, þar sem talið er að hún hafi dvalið síðustu daga sína í umsjón Jóhannesar skírara,,, þar sumsé, böðuðum við okkur úr helgu vatni, bersyndugar konurnar og það var eiginlega ekki til betri endir á þessari dásamlegu ferð.

Je je je svo er nú það


a presto

Giovanna