fimmtudagur, mars 17, 2005

Góðir hálsar, mér er kalt. Eftir hryllilega erfiða viku hjá Halldóri einkaþjálfara, þá settist ég undir teppi með prjónana í morgun. Ég verð að fara að standa mig í ömmustykkinu. Prjóna sokka, prjóna húfu, prjóna peysu og svona. Gummi er að prjóna fléttukarl handa litla/litlu. Mæli með prjónunum í þessu leiðindaveðri. Og í kvöld kveikjum við í arninum.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, mars 15, 2005

Jæja góðan daginn góðu hálsarnir mínir, það er nú meira tölvuvesenið hjá mér núna. Ekki bara fékk ég nýja tölvu í kirkjunni heldur kemst ég ekki inná þann meil hjá mér lengur. Og finn ekki gögnin mín sem voru í gömlu tölvunni. Svo ég er hálf-vængbr0tin. Ekki nóg með það heldur er tölvan heima með ótrúlegustu vírusa en ég kemst í þann póst reyndar ef ég er í kirkjunni. María ætlar að redda þessu bráðum...Dio mio! Hringdi til Ítalíu í morgun og talaði við bókasafnsfræðing sem ætlar að redda tónleikum fyrir drengjakórinn minn þar. Já hann heitir það Odddfellow kórinn minn. Drengjakór Íslands. Coro di ragazzi di Islanda. Veit ekki hvort ég á að þora að koma fram þarna úti undir því nafni. Engin undir 25 ára aldri amk...

A presto

Giovanna