laugardagur, apríl 08, 2006

Elsku besti Demmi fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum eftir að ég kom heim frá Manchester og fór í marga tíma til hans. Oft mætti hann á tónleika hjá mér og alltaf gaf hann mér uppbyggilega krítík. Svo bauð hann líka heim í besta spaghetti bolonese sem ég hef smakkað. Það er góð minning að hafa farið til Ortisei með henni Signýju í mars með pípu afa hans og gamla hnífasettið til að setja á byggðasafnið. Gott að finna hvað hann hélt mikilli tryggð við gamla bæinn sinn. Við settumst á litla matsölustaðnum hjá vini hans sem setti upptökur af Demma á fóninn. Það var eitthvað sérstakt við að sitja í Ortisei og hlusta á Demma syngja. Þvílík rödd og þvílíkur karakter. Já stór maður hann Dementz. Guð blessi minningu hans.

föstudagur, apríl 07, 2006

Það var bara gaman að hlusta á sálumessuna hans Mozarts með hamrahlíðarkórunum og sinfó. söngur kórsins alveg dásamlega hreinn og ákafur og góð tempó og Sakari í góðu stuði. Einsöngvarar góðir og sem betur fer ekki fullkomnir. ( það er alltaf huggun harmi gegn þegar maður er ekki í aðalhlutverki sjálfur) Og þrátt fyrir nokkur neyðarleg hóstaköst ( mín eigin hóstaköst nefnillega og í fyrsta sinn) naut ég þess fullkomlega að hlusta, þótt mig langaði æði oft að bresta í söng. Það er erfitt stundum að halda aftur af sér. hugsaði stíft til Ítalíu og rifjaði upp þegar ég söng þetta með kórenaska tenórnum og frekar slökum amatör kór í fiorenzuola á ítalíu...í kvöld var mér sérlega starsýnt á nokkra söngvara í kórnum sem mér fannst algjörlega halda uppi messunni og algjörlega án þess að vera hlutdræg verð ég að nefna Siggu Toll best í sópran, Hildigunni best í altinum( og já eiginlega langbest ) og Mummi bestur í tenórnum. Sat of langt frá bassanum til að geta ákveðið hver var bestur...fór svo til MÖGGU P. og við áttum mikla gæðastund með pasta og rauðvíni og dáldið miklum slatta af góðum kór-sögum. Legg ekki meira á ykkur...jú.. 10 dagar ....til Kúbu

a presto

Giovanna

fimmtudagur, apríl 06, 2006

11 dagar.....jamm og já.

Smá þolinmæði bara...ætla að setja Ástu í vagninn... hún er eitthvað að ambra blessunin


a presto

amma Giovanna

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Styttist í Kúbu... 12 dagar. styttist líka í Guðnatónleika sem haldnir verða í Bústaðakirkju 12. apríl. Styttist í afmælið mitt og styttist í sumarfrí. Hlakka til.

A presto

Giovanna