laugardagur, apríl 08, 2006

Elsku besti Demmi fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum eftir að ég kom heim frá Manchester og fór í marga tíma til hans. Oft mætti hann á tónleika hjá mér og alltaf gaf hann mér uppbyggilega krítík. Svo bauð hann líka heim í besta spaghetti bolonese sem ég hef smakkað. Það er góð minning að hafa farið til Ortisei með henni Signýju í mars með pípu afa hans og gamla hnífasettið til að setja á byggðasafnið. Gott að finna hvað hann hélt mikilli tryggð við gamla bæinn sinn. Við settumst á litla matsölustaðnum hjá vini hans sem setti upptökur af Demma á fóninn. Það var eitthvað sérstakt við að sitja í Ortisei og hlusta á Demma syngja. Þvílík rödd og þvílíkur karakter. Já stór maður hann Dementz. Guð blessi minningu hans.

Engin ummæli: