fimmtudagur, júlí 05, 2007

Góðan daginn góðir hálsar og Gísli minn! Auðvitað er ég ekki alveg hætt. Bara í fríinu góða. Fór t.d. vestur í hina árlegu dásamlegu saltfiskveislu um helgina og söng með bandi Villa Valla latínó prógrammið okkar. Það var ógisslega gaman audda. Veislan var í fyrsta sinn í Edinborgarhúsinu sem er ekkert smáflott. Og veðrið var dásemd og dýrð handa mér. En mar nennir ekki að blogga of mikið í sumartímanum. Það er alltaf þetta sama í fríinu. Verið að taka til og raða nótum, amk í huganum. Svo er sungið og leikið jafnvel fyrir dansi, tvær farir í dag. Rabarbarasultan gerð í gær með límonu, eða var það í fyrradag. Bara verið að hanga eða ekki hanga. Þvo og taka til, þrífa þreif þrifum þrifið...

a presto

Giovanna