laugardagur, júní 25, 2005

Góðir hálsar,

ég erkomin sumsé heim í heiðardalinn með slitna skó eftir Ítalíuferðina. Það var algjörlega geggt gaman að koma aftur til Poiano. Og vera orðin vinkona Contessunnar lyfti manni svolítið á svona eitthvað blátt snobbplan sem ég hef aldrei áður verið á... og...Það var svo mikið að gera í ferðinni að ég komst ekki einu sinni í það eina verkefni sem ég ætlaði mér að sinna utan farar- og kórstjórn, þe. að kaupa mér nýja ítalska skó. Svona er lífið í bransanum beibs. En alltaf gott að koma heim aftur, þótt tilhugsunin um legu við sundlaug í viku í viðbót hefði alls ekki verið óbærileg. En sumsé. Loksins komst ég að sundlauginni við Poiano. Loksins lærði ég dansinn við Poiano lagið. Loksins náði ég að komast í morgunmat. Við vorum sumsé ekki alveg eins upptekin þetta árið við sönginn einsog þegar Léttsveitin fór í Ítalíuferðina í fyrravor. Og satt best að segja var allt í lagi að vera án kvikmyndatökuliðs. Reyndar hefði það verið svolítið smart þegar maður var í gala dinnerunum með contessunni,,, en hva...Maður þurfti ekkert að vera búin að setja á sig andlitið áður en maður skellti sér í sólbaðið á morgnana. Gummi gormur eða Gummi góði einsog drengurinn var kallaður í ferðinni skemmti sér líka vel og Gísli píanóleikari var draumur ferðarinnar. Þvílíkur lukkunar pamfíll sem ég er að vera með svona vandræðalausa og skemmtilega og frábæra meðleikara ALLTAF... Je. Og það besta var kórarnir allir, Stúlkna-Kammer- og Drengjakórarnir sungu alltaf einsog englar....

A presto tutti frutti

Giovanna